Norðmenn gengu tvisvar til þjóðaratkvæðagreiðslu og felldu jafnoft aðildarsamning við ESB. Þetta var áður en ESB tók að stækka til austur eftir hrun Sovétríkjanna og valdakerfis kommúnista í Evrópu. Sú stækkunarhrina leiddi til þess að ESB setti nýjar kröfur til umsóknarríkis, aðlögunarkröfur, eins og Íslendingar hafa kynnst þótt Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi gefið fótgönguliðum sínum fyrirmæli um að viðurkenna ekki tilvist þeirra.
Reynsla hóps norskra stjórnmálamanna af endurteknum tilraunum til að vinna þjóðina á sitt band í ESB-málinu leiddi til þess að farið var inn á nýjar brautir í málinu. Menn urðu einfaldlega sammála um að vera ósammála og undir forystu norskra jafnaðarmanna var sú lausn fundin við stjórnarmyndun fyrir átta árum að tæki einhver flokkur í þriggja flokka stjórn upp á því að krefjast ESB-aðildar jafngilti það stjórnarslitum.
Þróunin í afstöðu Norðmanna til ESB hefur síðan mótast mjög af vandræðunum innan sambandsins. Mikill meirihluti norsku þjóðarinnar er andvígur ESB-aðild og enginn stjórnmálaflokkanna setti aðild á stefnuskrá sína fyrir þingkosningarnar í september 2013. Í sáttmála nýrrar norskrar ríkisstjórnar er lögð áhersla á að Norðmenn nýti sér til hlítar kosti aðildar að evrópska efnahagssvæðinu, hvergi er einu orði vikið að ESB-aðild.
Hér á landi er hópur fólks þeirrar skoðunar að Íslendingar eigi að feta í fótspor Norðmanna og semja um eitthvað við ESB til að fá tækifæri til að fella samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rökin eru helst að á þennan hátt verði ESB-málinu ýtt til hliðar, það verði ekki lengur til umræðu á stjórnmálavettangi. Í eyrum þeirra sem fylgjast með sífelldum deilum innan ESB-landa um allt milli himins og jarðar sem snertir ESB-samstarfið eru yfirlýsingar um að með því að kíkja í pakkann hætti Íslendingar að ræða ESB í besta falli barnalegar. Þær eru þó í raun aðeins einn liður í blekkingunum sem ESB-aðildarsinnar hafa kosið að beita í von um að afla málstað sínum fylgis.
Deilur um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni minna dálítið á deilurnar um ESB-aðild. Annars vegar vita menn hvað þeir hafa og hve flugvöllur á þessum stað skiptir miklu hins vegar er látið í veðri vaka að eitthvað enn betra gerist víki flugvöllurinn fyrir íbúðabyggð. Andstæðingar flugvallar segjast meiri nútímamenn en stuðningsmenn hans. Landsbyggðarfólk eigi ekki að ráða heldur framsýnt þéttbyggðarfólk. Stjórnmálamenn hafa flækst í alls konar yfirlýsingar í viðleitni til að tala til beggja hópa auk þess sem þeir hafa gripið til bragða í tilraunum til að losa sig undan ábyrgð eins og með misheppnaðri atkvæðagreiðslu Reykvíkinga um málið.
Um árabil hefur verið látið eins og afdrif Reykjavíkurflugvallar mundu ráðast vegna skipulagsákvarðana sem eru bundnar við árið 2016. Nú búa menn sig undir að ganga til borgarstjórnakosninga í Reykjavík vorið 2014 og örlagaríka árið 2016 fellur innan næsta kjörtímabils. Hvað gerist þá? Fulltrúar ríkis og Reykjavíkurborgar skrifa undir samkomulag um að árið 2016 í sögu Reykjavíkurflugvallar verði ekki fyrr en árið 2022 og enn ein nefndin skuli sett á laggirnar til að ræða framtíð flugvallar í Reykjavík.
Með þessu er flugvallarmálinu sparkað út af vellinum í bili þótt öllum sé ljóst að áfram er unnt að rífast um það. Menn geta snúið sér að brýnni verkefnum sem skipta hag borgarbúa meiru.
Ástæða er til að benda stjórnmálamönnum á þessa leið til að gera hlé á ESB-deilum á innlendum stjórnmálavettvangi. Margir stjórnmálamenn eru orðnir svo flæktir í eigin yfirlýsinganeti um málið að þeir ættu að fagna samkomulagi um að taka ESB-aðildarviðræður út af dagskrá. Þjóðin mundi einnig anda léttar eins og margir gera nú vegna flugvallarmálsins. Í Brussel anda menn léttar vegna þess að ríkisstjórn Íslands hefur gert hlé á viðræðum við þá. Stjórnmálamenn ættu einnig að gleðja íslensku þjóðina með að gera hlé á karpi um ESB-aðild og ýta henni til hliðar með skriflegu samkomulagi.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...