Með því að draga fram í miðjan október að taka ákvörðun um hver ætti að vinna að gerð skýrslu um stöðu viðræðna við ESB og þróun Evrópusambandsins, skýrslu, sem ríkisstjórnin lýsti yfir í vor að yrði lögð fyrir þingið í haust, hefur ríkisstjórnin ýtt öllum ákvörðunum varðandi aðildarumsóknina fram á næsta ár. Og þótt gefið hafi verið til kynna að skýrslan muni sjást á Alþingi snemma á næsta ári er allt eins líklegt að það dragist fram eftir vetri.
Hagsmunum hverra þjónar það að draga þetta mál á langinn? Hvers vegna er tiltölulega einföld ákvörðun af þessu tagi dregin mánuðum saman? Það er ekki auðvelt að sjá það eða hver skýringin er. Líklegast er að það sé engin önnur skýring en almennur seinagangur, sem um of einkennir störf þeirra, sem ferðinni ráða hverju sinni.
Hitt er alvarlegt umhugsunarefni fyrir andstæðinga aðildar, að ríkisstjórn, sem fékk umboð þjóðarinnar til að gera hlé á viðræðum gegn loforði stjórnarflokkanna um að frekari skref yrðu ekki ákveðin án samráðs við fólkið í landinu, veikist nú stöðugt ef tekið er mið af skoðanakönnunum. Að vísu er alls ekki óhugsandi að hún nái sér á strik á ný þegar eitthvað fer að sjást til verka hennar. Það hefur fleira dregizt en ákvarðanir um ESB. En auðvitað er það áhyggjuefni fyrir andstæðinga aðildar að ríkisstjórnin veikist og stjórnarflokkarnir þar með ekki í jafn sterkri stöðu og ella til þess að taka af skarið og ákveða með hvaða hætti endir verði bundinn á aðildarumsóknina.
Þessi vinnubrögð eru ekki traustvekjandi og það er ekki hægt að útiloka að þau hafi neikvæðar afleiðingar frá sjónarhóli andstæðinga aðildar.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...