Miðvikudagurinn 21. apríl 2021

Evrópa er í deiglu


Styrmir Gunnarsson
13. nóvember 2013 klukkan 11:08

Evrópa er í deiglu. Þar eru svo miklir undirstraumar á ferð, sem ná svo djúpt niður í grasrót samfélaganna að það er ómögulegt að spá fyrir um framtíðina og hvernig Evrópa muni líta út eftir áratug eða svo. Þetta er ekkert nýtt. Þegar horft er til sögu Evrópu í nokkur hundruð ár fer ekki á milli mála, að nágrannakritur hafa einkennt líf fólks í þessari heimsálfu í óvenju ríkum mæli.

Hugsunin á bak við stofnun Evrópusambandsins var sú, að tengja hagsmuni þessara þjóða saman með þeim hætti að þær sæju sér ekki hag í því að fara með stríð á hendur hver annarri. Það var og er falleg hugsjón og sú viðleitni hefur skapað frið að verulegu leyti í Evrópu í bráðum 70 ár, sem er langur friðartími í sögu þessarar álfu. Að vísu voru átökin á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar ljótur blettur á þeirri sögu.

Nú er margvíslegt uppnám í Evrópu. Í grundvallaratriðum snýst það um tvennt. Annars vegar um efnamun á milli þjóða. Það skiptir ekki máli hvort um efnamun er að ræða á milli einstaklinga eða þjóða. Verði hann of mikill er fjandinn laus. Vaxandi andúð á Þjóðverjum í Evrópu byggist ekki sízt á því, að þeir komast betur af en aðrir.

Hins vegar er ljóst að aukið flæði fólks á milli landa og þá alveg sérstaklega frá austurhluta Evrópu til vesturhlutans veldur vaxandi vandkvæðum. Skýrt dæmi um það eru umræður um innflytjendur í Bretlandi, sem eru komnar á það stig, að forystumenn Verkamannaflokksins þar ýmist játa á sig mistök eða vara við óeirðum í brezkum borgum eins og fyrrum innanríkisráðherra flokksins gerði fyrir nokkrum dögum, þegar hann taldi að fjölgun Róma-fólks þar í landi mundi kalla á óeirðir í borgum.

Þessi vaxandi spenna birtist svo með ýmsum hætti. Nú er titringurinn svo mikill í Frakklandi að fólk sem taka verður mark á telur hættu á þjóðfélagslegri sprengingu þar í landi og kemur margt til.

Embættismannakerfin í flestum þessara landa og í Brussel segja að svarið sé frekari sameining. En er það rétt?

Getur ekki verið að búið sé að spenna bogann svo hátt að lengra verði ekki komizt?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS