Fimmtudagurinn 21. febrúar 2019

Kaupa menn ríkisborgara­bréf á Möltu til að setjast að á Íslandi?


Björn Bjarnason
16. nóvember 2013 klukkan 15:19

Framkvæmdastjórn ESB hefur sagt að ríkisstjórn og þjóðþingi Möltu sé frjálst að selja bogararétt í landinu. Íbúar á Möltu eru um 100.000 fleiri en hér á landi eða 417.000 og búa þeir á þremur litlum Miðjarðahafseyjum fyrir sunnan Sikiley og norðan Túnis. Enska er annað tveggja opinberra tungumála á Möltu en eyjarnar þrjár eru þéttbýlar og yfirvöld þar og íbúar eru orðnir langþreyttir á ágangi ólöglegra innflytjenda eða förufólks.

Þing Möltu hefur nú samþykkt lög um að framvegis geti menn utan ESB keypt sér ríkisborgararétt á Möltu fyrir 650.000 ervur (108 m. ISK), Það eru ekki sett nein búsetuskilyrði og ekki er heldur gerð nein krafa um fjárfestingu. Menn skreppa aðeins til Möltu, ganga frá nokkrum formsatriðum, borga og geta síðan sest að hvar sem er innan EES-svæðisins. Huang Nubo frá Kína gæti til dæmis gert þetta og komið síðan til Íslands sem EES-borgari og gert viðskipti sem slíkum borgurum eru heimil.

Jospeh Muscat, forsætisráðherra Möltu, sagði markmið stjórnvalda að „varan“ væri kaupendavæn. Maltverjum veitti ekki af meiri tekjum frá útlendingum. Hann taldi að 45 mundu kaupa sér ríkisborgararétt á fyrsta ári fyrir um 30 milljónir evra um fimm milljarða íslenskra króna.

Möltustjórn hefur falið alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Henley and Partners að annast sölu ríkisborgarabréfanna. Fyrirtækið sérhæfir sig í „búsetu- og ríkisborgaramálefnum“ fyrir „auðuga einstaklinga og fjölskyldur auk þess ráðgjafa þeirra um heim allan“. Fyrirtækið er stórtækara í spám sínum um söluna á ríkisborgarabréfunum en forsætisráðherrann. Forstjóri þess telur að hann geti selt 200 til 300 ríkisborgarabréf á ári og því aflað allt að 200 milljónum evra, 33 milljörðum íslenskra króna.

Það er með öðrum orðum talið að mikið sé upp úr því að hafa að stimpla ríkisborgarabréf á Möltu fyrir auðmenn sem geta athafnað sig á EES-svæðinu. Séu menn frá Rússlandi, Kína, Venezúela eða Malí geta þeir á þennan hátt keypt sér aðgangskort og öðlast rétt til búsetu, til að stofna fyrirtækja og landakaupa hvar sem er á EES-svæðinu.

Vissulega hafa peningar áður skipt máli varðandi ríkisborgararétt í ýmsum löndum. Menn verða til dæmis að kaupa ríkisskuldabréf í Ungverjalandi eða fasteign í Portúgal til að þykja gjaldgengir sem nýir borgarar í ríkjunum ef þeir vilja. Austurríki er svo að segja lokað land fyrir venjulega útlendinga en stjórnvöld þar hafa heimild til bjóða ofur-auðmönnum austurrískan ríkisborgararétt. Þessi regla hefur til dæmis náð til hótelfjárfestis frá Sádí-Aarabíu og rússnesku óperusöngkonunnar Önnu Netrebko. Nálaraugað í Austurríki er þröngt: enginn komst í gegn 2012 en aðeins 23 2011.

Möltustjórn fer inn á áður ókunnar brautir með ákvörðun sinni. Nú er að sjá hvort aðrir sigli í kjölfarið og fleiri ríki taki til við að selja þessi verðmæti. Kýpverjar, eyjabúar í Miðjarðarhafi eins og Maltverjar, hafa reynt að lokka Rússa til að sitja sem borgarar hjá sér með því að bjóða fjárfestum kostakjör efir bankahrunið á Kýpur. Hvað með Grikki, munu þeir undirbjóða Maltverja?

Full ástæða er fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með framgangi þessa máls. Hann snertir okkur ekki síður en aðrar þjóðir innan EES. Kaupa einhverjir ríkisborgararétt á Möltu til að setjast að á Íslandi?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS