Hér hefur verið athygli á The Bruges Group, hugveitu í Bretlandi gegn ofríki ESB og sambandsríki í Evrópu. Hún sendi nýlega frá sér ritgerðina The Norway Option þar sem dr. Richard North hrekur röksemdir þess efnis að EFTA-ríki innan EES-samstarfsins séu áhrifalaus og hlutverk stjórnvalda þeirra sé það eitt gagnvart ESB að taka við föxum frá Brussel með fyrirmælum um innleiðingu texta í innlenda löggjöf.
Kenningar af þessu tagi heyrast bæði frá þeim sem tala illa um EES-samstarfið af því að þeir vilja ganga inn í Evrópusambandið og þeim sem vilja segja skilið við EES-samninginn. Að sjálfsögðu eru báðir þessir kostir fyrir hendi. Hafi verið rök fyrir aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu fyrir tveimur áratugum hafa þau aðeins styrkst síðan með aukinni og vaxandi alþjóðavæðingu á öllum sviðum.
Að sjálfsögðu er hagur Íslendinga fólginn í greiðum viðskiptum við nágranna þeirra í Evrópu. Sé ekki unnt að tryggja þessi samskipti á annan veg en með regluverkinu sem einkennir allt samstarf ESB-ríkjanna verða menn að bíta í það epli þótt ýmsum þyki það súrt. Að láta eins og íslensk stjórnvöld séu þar eitthvert rekald er einfaldlega rangt. Auðvelt er þó að færa rök fyrir þeirri skoðun að þau hafi ekki gætt hagsmuna sinna sem skyldi á þessum vettvangi. Í því sambandi ætti til dæmis að skoða áherslubreytinguna sem orðið hefur hjá nýrri ríkisstjórn Noregs þar sem EES-mál eru skilgreind sem innanríkismál en ekki utanríkismál í hefðbundnum skilningi.
Hér á landi hefur um árabil verið rekin sérstök stjórnarskrifstofa sem annast Norðurlandamálefni og starfaði hún undir handarjaðri forsætisráðuneytisins. Þá er einnig tilnefndur sérstakur samstarfsráðherra Norðurlanda í ríkisstjórnum. Samstarfsráðherrarnir hittast reglulega og ráða ráðum sínum um framgang norræns samstarfs. Ríkisstjórnir Norðurlanda reka sameiginlega ráðherraskrifstofu í Kaupmannahöfn og var Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, framkvæmdastjóri hennar um árabil. Þá er einnig rekin skrifstofa á vegum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn sem heldur utan um samstarf þjóðþinga landanna.
Nokkrum sinnum hefur komið til umræðu að stofna sérstaka stjórnarskrifstofu hér á landi til að sinna EES-samstarfinu; að það fengi svipaðan sess innan stjórnsýslunnar og Norðurlandasmastarfið. Forræði málsins yrði ekki á hendi utanríkisráðuneytisins á sama hátt og það er nú. Skref í þá átt yrði í samræmi við þróunina í Noregi. Nýi, norski Evrópuráðherrann, Viktor Helgesen, lítur á það sem hlutverk sitt að gæta norskra hagsmuna betur innan EES og hann sér mörg tækifæri til þess.
Ein af ástæðunum fyrir að breyting í þessa veru hefur ekki verið gerð innan stjórnarráðsins er tregða innan utanríkisráðuneytisins til að laga sig að breyttum aðstæðum og hræðsla við að missa spón úr aski sínum.
Nokkrar umræður eru nú um fjölda íslenskra sendiráða erlendis og kostnað við að halda þeim úti. Vissulega er ástæða til að huga að þeim þætti í störfum utanríkisþjónustunnar. Hvarvetna ber að gæta hagkvæmni. Að hinu er ekki síður brýnt að huga hvort ekki beri að endurskilgreina hlutverk og verkefni utanríkisráðuneytisins í ljósi breyttra aðstæðna.
Eins og áður er getið er Norðurlandasamstarfið ekki á könnu utanríkisráðuneytisins. Hvers vegna hefur það norðurslóðamál í sínum verkahring? Er þar ekki um innanríkismál að ræða? Eða varnarmál – hvar í heiminum fer utanríkisráðuneyti með varnarmál þótt utanríkisráðherrar sitji fundi á vettvangi NATO? EES-málin eru innanríkismál – sitji einhverjir við faxvélar vegna þeirra eru það starfsmenn utanríkisráðuneytisins sem eru milliliðir án þess að telja sig bera efnislega ábyrgð á málum.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...