Laugardagurinn 17. ágúst 2019

ESB tapar í átökunum um Úkraínu


Björn Bjarnason
26. nóvember 2013 klukkan 10:11

Um ţessar mundir eru menn vitni ađ miklum átökum um stöđu Úkraínu í samfélagi Evrópuţjóđa. Eftir ađ Úkraínumenn risu upp gegn valdhöfum lands síns undir árslok 2004 í appelsínugulu byltingunni svonefndu sendu ný stjórnvöld landsins sendimenn til Brussel tl ađ kanna hvernig hinni nýju Úkraínu yrđi tekiđ af Evrópusambandinu. Viđbrögđ Brusselmanna voru í anda kerfiskalla sem tala um reglur og langtímaţróun. Enginn tók Úkraínumönnum opnum örmum vestan landamćra ţeirra og ESB-sérfrćđingar veltu meira ađ segja fyrir sér hvort réttmćtt vćri ađ kalla ţá Evrópubúa.

Síđan er mikiđ vatn til sjávar runniđ bćđi innan Úkraínu og í Evrópusambandinu. Ţá hefur afstađa ráđamanna í Rússlandi einnig skýrst, ţeir vilja halda sem mestu af gömlu Sovétríkjunum undir sinni stjórn eđa ađ minnsta kosti á áhrifasvćđi sínu. Í ţeirra augum yrđi ţađ nú sálrćnt og stórpólitískt áfall ef ráđamenn í Úkraínu rituđu undir samstarfs- og viđskiptasamning viđ Evrópusambandiđ.

Ađ ţví var stefnt ađ ritađ yrđi undir slíkan samning í Vilníus, höfuđborg Litháens, fyrir lok ţessarar viku en frá ţví hefur nú veriđ horfiđ međal annars fyrir ţrýsting frá Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Viktor Janúkóvisj, forseti Úkraíniu, óttast engan stjórnmálamann meira í heimalandi sínu en Yuliu Tímósjenkó sem situr nú í sjö ára fangelsi fyrir valdníđslu ţegar hún gegndi embćtti forsćtisráđherra.

ESB hafđi sett sem skilyrđi fyrir samstarfsamningi ađ Tímósjenkó fengi ađ leita sér lćkninga viđ bakveiki í Ţýskalandi. Ţetta var eitur í beinum forsetans og fréttaskýrendur telja ađ ótti um eigin stöđu hafi ráđiđ miklu um ađ hann ákvađ ađ halda sig frá ESB. Tugir ţúsunda manna hafa síđan mótmćlt ákvörđun hans á götum og torgum í Úkraínu, Tímósjenkó segist svelta ţar til forsetinn gengur frá samningi viđ ESB sem „liggur á borđinu“ ađ sögn ráđamanna ESB.

Hvađ sem líđur átökum milli ćđstu manna í Úkraínu skiptir sú hliđ ţessa máls mestu í stórpólitísku samhengi hvađ tap ESB í valdataflinu viđ Vladimír Pútín ţýđir fyrir framtíđ nćstu nágrannaţjóđa Rússa.

ESB hefur fylgt stefnu gagnvart ríkjum viđ landamćri Rússlands sem miđar ađ ţróun lýđrćđislegs samfélags innan ţeirra, kosningakerfi sé virkt á lýđrćđislegum grunni, stjórnarhćttir standist gćđakröfur opinna samfélaga og markađshagkerfi skjóti rótum. Ekkert af ţessu mćlist vel fyrir hjá Vladimir Pútín og félögum hans sem vilja ekki ţróun í ţessa átt innan ţess ríkis ţar sem ţeir ráđa, Rússlands.

Pútín telur raunar ađ ESB (og NATO) vinni markvisst ađ ţví ađ grafa undan rússneskum ítökum og áhrifum í sex ríkjum: Armeníu, Azerbaijan, Georgíu, Hvíta-Rússlandi, Moldóvu og Úkraínu. Azerbaijan hefur tekist í krafti olíu- og gaslinda ađ skapa sér sterka sjálfstćđa stöđu í samvinnu viđ Evrópu og Bandaríkin. Pútín ćtlar hins vegar ekki ađ sleppa hendi af hinum fimm ríkjunum fyrr en í fulla hnefana.

Ţar hefur Úkraína sérstöđu vegna stćrđar og mannfjölda. Í landinu búa 46 milljónir manna, fleiri slavar en í nokkru öđru landi utan Rússlands. Í austur- og suđurhluta landsins eru flestir íbúar af rússneskum uppruna. Í hafnarborginni Sevastopol á Krímskaga (sem Nikita Krútsjoff Sovétleiđtogi gaf Úkraínu á sínum tíma til ađ minnast 300 ára ríkjasambands Úkraínu og Rússlands) er heimahöfn Svartahafsflota Rússa. Eins og ţeir vita sem kynnt hafa sér sögu víkinga var Kiev (Kćnugarđur) á 10. öld heimabćr Rus, slavnesks ţjóđarbrots, sem dafnađi ţar ţangađ til Mongólar hertóku svćđiđ á 14. öld. Ţarna er vagga rússneskrar menningar.

Átökin innan Úkraínu og um stöđu landsins milli Rússa og ESB-ţjóđa skipta miklu. Evrópusambandiđ hefur tapađ fyrstu lotunni.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS