Fréttastofa ríkisútvarpsins birti mánudaginn 9. desember frétt um aðild Króatíu að Evrópusambandinu sem reist var á viðtali við Nenad Zakosek, króatískan prófessor í stjórnmálfræði. Króatía varð 28. aðildarríki ESB 1. júlí 2013. Á sínum tíma var rætt um að Íslendingar kynnu að verða samferða Króötum inn í Evrópusambandið. Þau áform runnu út í sandinn.
Í samtalinu við prófessorinn kemur fram að sú regla hafi verið í stjórnarskrá Króatíu að meirihluti þjóðarinnar þurfti að samþykkja aðild að ESB. Stjórnarskránni var hins vegar breytt á þann veg að meirihluti þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni gátu ákveðið aðild. Breytingin hefur greinilega verið gerð vegna þess að stuðningsmenn aðildar, elítan í Króatíu, hefur séð að þjóðin vildi ekki inn í ESB, það hefði ekki tekist að fá meirihluta hennar til að samþykkja aðild.
Nenad Zakosek segir í samtalinu við fréttamann ríkisútvarpsins að það hafi verið mistök að breyta stjórnarskránni á þennan veg. Ekki sé hægt að segja að meirihluti Króata hafi verið að baki þeirri ákvörðun því aðeins 45 prósent tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB-aðildina. Í frétt ríkisútvarpsins segir: „Gjáin á milli stjórnvalda og almennings kom því ekki í veg fyrir aðild að Evrópusambandinu. Þetta telur Zakosek að hafi verið mistök. Hann áætlar að um þriðjungur þjóðarinnar sé hlynntur ESB, þriðjungur sé á móti og þeir sem eftir eru fallist á orðinn hlut, en án nokkurrar gleði.“
Hér á landi máttu talsmenn aðildar að ESB ekki heyra á það minnst sumarið 2009 að leitað yrði álits þjóðarinnar á áformum um aðildarumsókn að ESB áður en hún var samþykkt á alþingi. Farið var háðulegum orðum um hugmyndina um slíka atkvæðagreiðslu og látið eins og aldrei hefði nokkurri þjóð komið slíkt til hugar. Viðbrögðin voru í sama anda og hefur ríkt meðal þeirra í Króatíu sem ákváðu að slaka á kröfunum um þjóðarvilja með nýju stjórnarskrárákvæði til að fá aðild að ESB samþykkta.
Nú er öllum ljóst hér á landi að ekki verða frekari skref stigin í aðildarátt að ESB nema íslenska þjóðin verði spurð. Þótt ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafi tekist flest betur en að útfæra ESB-stefnu sína hefur hún þó áorkað þessu. Mikilvægt er að læra af reynslu Króata og gæta þess að staðið verði að þjóðaratkvæðagreiðslunni á þann veg að meirihlutinn ráði.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...