Mánudagurinn 1. júní 2020

Er nýtt kalt stríđ í ađsigi?


Styrmir Gunnarsson
30. desember 2013 klukkan 07:00

Ţađ er ekki út í hött ađ einn af ritstjórum gríska dagblađsins Kathimerini, velti ţeirri spurningu fyrir sér hvort nýtt kalt stríđ sé í ađsigi. Jafnt og ţétt hefur andrúmsloftiđ í samskiptum Rússlands og Vesturveldanna, eins og ţau voru kölluđ fyrr á tíđ kólnađ, og vonir um ađ Rússland gćti orđiđ eđlilegur partur af samstarfi annarra Evrópuríkja hafa dvínađ.

Á árunum eftir fall Sovétríkjanna var rćtt um hugsanlega ađild Rússlands ađ Atlantshafsbandalaginu sem raunhćfan kost og ađ Atlantshafsbandalagiđ yrđi ţá eins konar öryggisbandalag Evrópuţjóđanna allra gagnvart hugsanlegri ógn ađ austan. Ţađ var líka rćtt hvort Rússland yrđi hugsanlega ađili ađ Evrópusambandinu.

Smátt og smátt hefur minna veriđ um ţetta rćtt. Rússar eru ađ reyna ađ byggja upp sitt eigiđ tollabandalag og ţeir virđast fremur vilja endurheimta fyrri stöđu sína sem stórveldi en taka upp nánara samstarf viđ nágrannaţjóđir sínar í vestri.

Ađ hluta til geta ástćđur fyrir ţví ađ stjórnvöld í Rússlandi vilja fremur skerpa á andstćđum í samskiptum viđ nágranna en draga úr ţeim veriđ af innanlandspólitískum rótum runnar. Pútín er ađ byggja upp lögregluríki í Rússlandi og höfđar ţví til tilfinninga ţess hluta rússnesku ţjóđarinnar sem var ósáttur viđ ađ Rússland missti stöđu sína sem risaveldi, ţegar Sovétríkin féllu. Ađ öđru leyti er hugsanlegt ađ innan Rússlands sé sama togstreita til stađar gagnvart samstarfi viđ Vesturlandaţjóđir og er í Úkraínu. Í Úkraínu skiptist ţjóđin í tvo hópa, ţá sem búa í vesturhlutanum og vilja samstarf viđ ESB-ríki og hina sem búa í austurhlutanum og vilja samstarf viđ Rússland. Ţađ er ekki fráleitt ađ ćtla ađ svipađur skođanamunur sé til stađar innan Rússlands sjálfs.

Ţađ ţjónar hins vegar ekki hagsmunum Pútíns ađ opna dyrnar til vesturs. Ţađ getur ţvert á móti ţjónađ hagsmunum hans sjálfs og ţeirra ţjóđfélagsafla sem hann er fulltrúi fyrir ađ halda fjarlćgđ frá Vesturlöndum og ýta fremur undir ágreining viđ ţau.

Ţess vegna er ekki út í hött hjá ritstjóranum gríska ađ velta ţví fyrir sér hvort nýtt kalt stríđs geti veriđ í ađsigi. Fleiri eru ţessarar skođunar. Einn ţeirra er mađur ađ nafni George Friedman, sem er höfundur bókar, sem út kom 2009 og nefnist The Next Hundred Years. Í ţeirri bók spáir höfundur ţví ađ nýtt kalt stríđ milli Rússlands og Vesturveldanna brjótist út á ţessum áratug. Rússar muni á nćstu árum reyna ađ auka áhrif sín, ekki bara í Austur-Evrópu heldur í Miđ-Evrópu líka.

Verđi ţróunin ţessi skapast alveg ný viđhorf í okkar heimshluta m.a. í uppbyggingu og ţróun Norđurslóđa. Í stađ samstöđu um friđsamlega uppbyggingu getur Nýja Norđriđ orđiđ vettvangur átaka á milli Rússlands og annarra ţjóđa, sem hagsmuna eiga ađ gćta á ţessum slóđum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfrćđingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblađsins. Hann hóf störf sem blađamađur á Morgunblađinu 1965 og varđ ađstođarritstjóri 1971. Áriđ 1972 varđ Styrmir ritstjóri Morgunblađsins, en hann lét af ţví starfi áriđ 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS