Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Sjálfstæðis­barátta Skota og framtíð ESB


Björn Bjarnason
18. janúar 2014 klukkan 11:35

Í dag 18. janúar eru nákvæmlega átta mánuðir þar til Skotar ganga til atkvæðagreiðslu um hvort þeir eigi að segja skilið við Sameiginlega konungdæmið (United Kingdom, UK) og stofna sjálfstætt ríki að nýju eftir 307 ára aðild að konungdæminu. Sameining Skota, Englendinga og Walesbúa auk Norður-Íra í eitt ríki er okkur nútímamönnum svo í blóð borin að það hljómar í raun eins og hálfgerð tímaskekkja að tala um Sameinaða konungdæmið á íslensku okkur er tamara að tala um Bretland eða jafnvel Stóra-Bretland þótt Rússar telji sér nú stætt á að tala frekar um heimsveldið fyrrverandi sem Little England.

Leiðtogar stóru flokkanna á Bretlandseyjum, Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins, eru samstiga í andstöðu sinni við sjálfstæði Skota. Innan Verkamannaflokksins eiga menn þó miklu meira undir flokkslega í þessu máli en innan Íhaldsflokksins því að kjósendur halla sér æ meira að Verkamannaflokknum eftir því sem norðar dregur á Bretlandseyjum. Án Skotlands yrði Verkamannaflokkurinn eins og halaklipptur á þinginu í London.

William Hague, utanríkisráðherra Sameinaða konungdæmisins, var í Glasgow, stærstu borg Skotlands, föstudaginn 17. janúar og varaði skoska áheyrendur sína við að áhrif þeirra á alþjóðvettvangi yrðu aðeins svipur hjá sjón ef þeir segðu skilið við konungdæmið. Þá taldi hann einnig ólíklegt að skoska heimastjórnin gæti staðið við fyrirheit sitt um „snurðulausa leið“ til aðildar að Evrópusambandinu yrði Skotland sjálfstætt.

Hague minnti á að José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, hefðu gefið til kynna að Skotar yrðu sem sjálfstæð þjóð að sækja um aðild að ESB. Utanríkisráðherrann sagði að tækist sjálfstæðu Skotlandi að gerast aðili að ESB yrði þjóðin að taka upp evru og taka þátt í Schengen-samstarfinu en við það kæmi til landamærvarsla við suðurlandamæri Skotlands gagnvart Englandi. Skoskir sjálfstæðissinnar hafa sagt að þeir vilji halda í pundið og vera áfram í ESB og NATO á sömu forsendum og innan Sameinaða konungdæmisins.

Samþykki Skotar sjálfstæði sitt í atkvæðagreiðslunni 18. september 2014 verður landið sjálfstætt í mars 2016. Íhaldsflokkur Williams Hagues vill að þjóðaratkvæðagreiðsla verði í Bretlandi árið 2017 um aðild Breta að ESB. Nicola Sturgeon, varaforsætisráðherra Skotlands, sagði hræðsluáróður Hagues um að Skotar kynnu að lenda utan ESB með sjálfstæði sínu hræsnisfullan. Skotar kynnu að lenda í sömu stöðu árið 2017 sem hluti af Sameinaða konungdæminu og þeim fjölgaði í flokki Hagues sem vildu úr Evrópusambandinu.

Hér er minnt á þessar stórpólitísku deilur meðal næstu nágranna Íslands af tveimur meginástæðum:

  • Í fyrra lagi vegna þess að óhjákvæmilegt er fyrir Íslendinga að fylgjast náið með framvindu þessara mála og átta sig á öllum þáttum þeirra, ekki síst þeim sem snúa að utanríkis- og öryggismálum.
  • Í síðara lagi vegna þess að í umræðunum um sjálfstæði Skotlands birtist enn hve mikil óvissa er um framtíð aðildar næstu nágrannaþjóða Íslendinga að Evrópusambandinu. Hver sem niðurstaðan verður í því efni er augljóst að breyta verður ESB til að ráðandi öfl á Bretlandseyjum hafi pólitískan stuðning til áframhaldandi aðildar.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS