Það er athyglisvert að talsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu ræða nánast ekkert þá þróun, sem orðið hefur innan Evrópusambandsins frá því að aðildarumsókn Íslands var lögð fram og þau vandamál, sem upp hafa komið á leið þess sameiningarferils, sem þar hefur staðið yfir.
Þeir ræða heldur ekkert þau vandamál, sem upp hafa komið innan evrusvæðisins sérstaklega og þau álitamál, sem komið hafa upp varðandi evrusamstarfið þegar horft er til lengri framtíðar.
Svo virðist sem talsmenn Samfylkingarinnar vilji ekki ræða neina aðra þætti þessa máls en þau fyrirheit, sem stjórnarflokkarnir hafa gefið um að viðræður verði ekki teknar upp á ný nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað ætli valdi þessari þögn talsmanna Samfylkingarinnar um það sem er að gerast á vettvangi Evrópusambandsins sjálfs?
Það er alveg ljóst að miklar efasemdir hafa komið upp um evruna sem sameiginlegan gjaldmiðil. Hún hefur komið sér vel fyrir Þjóðverja en hún hefur reynzt þjóðum Suður-Evrópu afar illa. Nýlega lýsti Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, tengingu dönsku krónunnar við evruna, sem einu helzta vandamáli Dana í efnahagsmálum.
Það fer ekki á milli mála að atvinnuleysi er mjög alvarlegt vandamál innan Evrópusambandsins og á evrusvæðinu sérstaklega. Talsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu ræða það mál ekki. Þeir minnast aldrei á að yfir 50% ungmenna í Suður-Evrópu eru án atvinnu. Þeir minnast aldrei á að 25 milljónir manna innan Evrópusambandsins eru atvinnulausar. Helztu forystumenn Samfylkingar hafa lýst þeirri skoðun að vandi evrunnar hafi verið leystur þegar bankarnir í Evrópu voru komnir fyrir horn. Hvenær hættu jafnaðarmenn á Íslandi að hafa áhyggjur af atvinnulausu fólki?
Talsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu ræða heldur ekki þær augljósu andstæður, sem upp eru komnar innan Evrópusambandsins. Þeir ræða ekki þá staðreynd að Bretar virðast fremur vilja fara út úr ESB en taka þátt í frekari sameiningu.
Ekkert af þessu ræða talsmenn Samfylkingar þótt augljóst sé að þetta varði okkur Íslendinga miklu.
Hvers vegna ekki?
Vegna þess að þeir hafa engin svör. Þeir vita að öll þróun ESB frá því að Ísland lagði inn aðildarumsókn hefur gengið gegn hagsmunum Íslands en þeir þora ekki að viðurkenna þann augljósa veruleika.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...