François Hollande Frakklandsforseti sótti David Cameron, forsætisráðherra Breta, heim föstudaginn 31. janúar. Á blaðamannafundi að loknum viðræðum þeirra talaði Hollande af lítilli virðingu um hið mikla baráttumál Camerons að semja við ESB um ný aðildarkjör Breta og leggja samninginn undir þjóðina í atkvæðagreiðslu árið 2017. Hollande gaf bæði lítið fyrir þá skoðun að eitt ríki innan ESB ætti að segja öðrum fyrir verkum og að ástæða væri til setja það í forgang innan ESB að breyta sáttmálum sambandsins í þágu Breta.
David Cameron segist ekki geta mælt með aðild Breta að ESB nema aðildarkjörunum verði breytt. Hann ætli sér vinna þingkosningarnar í Bretlandi árið 2015, breyta stöðu Breta innan ESB og síðan mæla með áframhaldandi ESB-aðild 2017.
Til að dæmi Camerons gangi upp á þann veg sem hann ætlar verður hann eignast bandamenn innan ESB, Hollande er greinilega ekki einn af þeim, og tryggja að formreglur í sáttmálum ESB geri honum kleift að halda sér innan tímamarkanna. Hollande ræður engu um sjálf tímamörkin þau er að finna í reglum ESB.
Dr. Richard North, stjórnmála- og fréttaskýrandi, sem dvalist hefur á landi undanfarna daga að frumkvæði Evrópuvaktarinnar hefur hvað eftir annað bent á að óraunhæft sé að vænta þess að Cameron geti unnið eftir þeirri tímaáætlun sem hann hefur boðað. Þar sé ekki við François Hollande eða önnur ESB-ríki að eiga heldur sjálfan Lissabon-sáttmálann.
North segir að ekki sé unnt að ganga til verks eins og Cameron boðar án þess fyrst að kalla saman samkundu (convention) með þátttöku ESB-þingmanna, þingmanna frá einstökum ESB-þingum, fulltrúa ríkisstjórna ESB-ríkja og fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópu. Á þessari samkundu þurfi menn að leggja línur fyrir ríkjaráðstefnu (Intergovernmental Conference, IGC) sem síðan taki við yfirstjórn viðræðna við Breta um breytingar á sáttmálum ESB. Reynslan sýni að þetta ferli taki ekki skemmri tíma en 30 mánuði.
Á þessu ári, 2014, verður gengið til kosninga til ESB-þingsins í lok maí og fyrir lok október skal ný framkvæmdastjórn ESB verða komin til sögunnar. Þingið og framkvæmdastjórnin verða að stilla saman strengi sína vegna fyrirhugaðra viðræðna við Breta. Þetta þýðir að það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi vorið 2015 sem sest verður formlega niður til að ræða óskir Breta, segir Richard North.
Þessi tímaranni leiðir til þess, gangi allt eins hratt og frekast er kostur, að ekki verður samþykkt nein breyting á sáttmálum ESB í þágu Breta fyrr en á árinu 2018. Þá verði að líta til þess að komi fram tillaga um breytingu á sáttmálum ESB hefur hvert einstakt ESB-ríki rétt til að tefja eða hafna framgangi tillögunnar eða beita neitunarvaldi um hana.
Hið einkennilega í þessu máli öllu er að þessar köldu staðreyndir um rammann sem Cameron er settur og að Cameron getur ekki breytt rammanum til ná markmiði sínu um þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2017 á grundvelli samkomulags, þessar staðreyndir eru einfaldlega ekki ræddar á opinberum vettvangi í Bretlandi. Íhaldsflokkurinn og blöð honum hlynnt sjá ekki ástæðu til að vekja máls á þessu og Verkamannaflokkurinn í stjórnarandstöðu er á móti ESB-stefnu Camerons og vill ekki verða dreginn inn í umræður um þjóðaratkvæðagreiðsluna af ótta við að fá and-lýðræðislegan stimpil vegna andstöðu sinnar við hana.
Fyrir Cameron vakir fyrst og fremst að halda Íhaldsflokknum saman fram yfir þingkosningarnar 2015. Tapi hann kosningunum er hann laus allra ESB-mála. Vinni hann þær ætlar hann taka á ESB-málinu í ljósi þess.
Íslendingum ætti ekki að koma á óvart að erfitt sé að draga allar staðreyndir sem snerta samskipti við ESB fram í dagsljósið og til umræðu. Hér á landi hafa talsmenn aðildar að ESB meira að segja látið eins og þeir vilji ekki aðild heldur aðeins viðræður um aðild og að lokum þjóðaratkvæðagreiðslu um eitthvað sem er allt annars eðlis sem finna má í sáttmálum ESB.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...