Það er næsta vandræðalegt fyrir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, að gerast gleðigjafi Dr. Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, með óvarlegum ummælum sínum um EES-samninginn, á Byljunni 3. febrúar.
Við lestur þess sem haft er eftir Brynjari vakna spurningar um hvort þingmaðurinn hafi kynnt sér til hlítar leiðir Íslendinga til áhrifa innan EES. Þá má spyrja hvort hann hafi ekki hug á að beita sér á alþingi fyrir breytingum sem geta styrkt stöðu Íslendinga til mikilla muna innan ramma EES-samningsins. Þingmaðurinn ætti að kynna sér sjónarmið dr. Richards Norths frá Bretlandi sem hér var í síðustu viku og ræddi EES-samstarfið í ljósi hnattvæðingarinnar. Þá væri ráðlegt fyrir þingmanninn að lesa tillögur um hagsmunagæslu Íslendinga í skýrslunni um tengsl Íslands og Evrópusambandsins sem kom út í mars 2007.
„Mér finnst ég gera lítið annað á þinginu en að innleiða einhverjar reglur frá Evrópusambandinu,“ sagði Brynjar Níelsson á Bylgjunni og orðin eru höfð eftir honum á Eyjunni. Hann sagði að þingmenn vissu í raun og veru ekkert „hvað er verið að innleiða í EES-tilskipunum sem hingað berast frá Brussel“. Brynjar taldi hins vegar of kostnaðarsamt að auka miðlun upplýsinga til þingmanna og bætti við:
„Þegar maður situr á þinginu og er að horfa á þetta, þá spyr maður sig auðvitað, væri ekki einfaldara að vera bara inni í Evrópusambandinu?“
Það er sérkennileg niðurstaða að þingmaður sem telur sig áhrifalausan gagnvart ESB innan EES telji hugsanlegt málum til bjargar að afsala alþingi meira valdi og þar á meðal á sviði landbúnaðarmála og sjávarútvegsmála með því að Ísland verði eitt ESB-ríkjanna. Það er þessi einkennilega spurning sem gleður Svan Kristjánsson prófessor. Hann segir á Eyjunni mánudaginn 3. febrúar:
„Loksins heiðarleg umræða um hugsanlega aðild Íslands að ESB byggð á staðreyndum fremur en fánýtu og innantómu sjálfstæðisgaspri [...] Full ástæða er til að veita Brynjari Níelssyni Fálkaorðuna fyrir að segja þjóðinni satt um hið yfirþjóðlega eðli EES-samningsins. Inná Alþingi sitja stjórnarþingmenn sveittir við að innleiða ESB-lög óbreytt. Allt í nafni fullveldisins. Síðan er[u] þeir sem vilja ljúka viðræðum um ESB-aðild Íslands úthrópaðir sem landssölumenn!“
Þetta gleðihróp prófessorsins er einmitt til marks um hina óheiðarlegu umræðu sem stunduð er að frumkvæði ESB-aðildarsinna. Þegar EES-samningurinn var samþykkur á alþingi fyrir rúmlega 20 árum lá fyrir álit lögfræðinga um að hann væri ekki yfirþjóðlegur enda er hann það ekki. EFTA-aðildarríki hans hafa meira fullveldi en ESB-aðildarríkin. Íslendingar geta til dæmis gert tvíhliða viðskiptasamning við Kínverja en Bretar hafa ekki leyfi til þess. Íslendingar koma beint að samningum um makríl-kvóta, Írar verða að láta sér nægja að fara á hnjánum til sjávarútvegsstjóra ESB.
Samþykki íslenskir þingmenn EES-lög sem ekki falla að íslenskum hagsmunum hafa íslensk stjórnvöld brugðist við gæslu íslenskra hagsmuna. Málið er ekki flóknara. Misheppnuðustu rökin fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu er að vísa til áhrifaleysis innan EES – áhrifaleysið yrði algjört innan ESB.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...