Mánudagurinn 1. mars 2021

Evrópu­sambandið er komið í ógöngur


Styrmir Gunnarsson
5. febrúar 2014 klukkan 11:47

Það þarf mikið til að dagblað á borð við Financial Times tali á þann veg sem það gerir í leiðara og um er fjallað á stjórnmálavakt Evrópuvaktarinnar í dag, að þeir menn, sem helzt eru nefndir til sögunnar sem nýir forystumenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, séu upp til hópa menn gærdagsins, fulltrúar pólitískrar yfirstéttar í Evrópu, sem hafi misst öll tengsl við þær 500 milljónir manna, sem búa í aðildarríkjum ESB.

En það er alveg ljóst að það er rétt mat hjá FT að ráðandi hópar í Evrópu ganga ekki í takt við fólkið í þessum löndum.

Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að þvinga almenning í þessum löndum inn í frekara sameiningarferli. Forsenda fyrir því að koma evrunni í réttan farveg er sameiginleg stefna 18 aðildarríkja hennar í ríkisfjármálum. Aðildarríkin munu ekki fallast á að afhenda skrifstofuveldi í Brussel það fjárveitingavald, sem þjóðþingin hafa nú.

Sameiningarþróunin er komin á endapunkt þess sem er pólitískt framkvæmanlegt.

Að sumu leyti má segja að þeir sem lengst vilja ganga í sameiningarþróuninni standi fyrir aðför að lýðræðinu í Evrópu. Það er ekki með nokkru móti hægt að yfirfæra til skrifstofuveldis, sem bera ekki ábyrgð gagnvart nokkrum aðila völd sem fólkið í þessum löndum hefur falið fulltrúum sínum á þjóðþingum. Eina leiðin væri sú að Evrópuþingið fengi fjárveitingavaldið í sínar hendur og meirihluti þess stæði að baki sameiginlegri ríkisstjórn.

Finnst einhverjum líklegt að brezka konungsdæmið afsalaði sér sjálfstæði sínu með þeim hætti, svo dæmi sé tekið?!

Ætli Danir, Svíar og Finnar væru tilbúnir til þess?

Evrópusambandið er komið í ógöngur. Og það mun taka það langan tíma að finna leið út úr þeim.

Ef hún finnst þá nokkurn tímann.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS