Fimmtudagurinn 13. ágúst 2020

Ţýski stjórnlagadómstóllinn spornar gegn yfirţjóđlegu valdi


Björn Bjarnason
8. febrúar 2014 klukkan 11:10

Ţýski stjórnlagadómstóllinn í Karlsruhe setti verulegt strik í evru-reikninginn föstudaginn 7. febrúar ţegar hann komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ áćtlun Seđlabanka Evrópu um kaup skuldabréfa til ađ halda fjármálakerfi evrunnar á floti bryti ađ líkindum í bága viđ sáttmála ESB ţótt međ ţröngri túlkun á umbođinu sem bankinn hefđi til kaupa á skuldabréfunum mćtti ef til vill segja ţau innan ramma sáttmálanna. Stjórnlagadómstóllinn sagđist hins vegar ekki hafa heimild til ađ taka af skariđ í ţessu efni, hlutverk sitt vćri ađ túlka ţýsk lög, dómstóll Evrópusambandsins í Lúxemborg ćtti síđasta orđiđ um ESB-lög. Hann yrđi ađ taka afstöđu til málsins og var ţví vísađ ţangađ.

„Stjórnlagadómstóllinn hefur stillt skriđdrekum fyrir framan dómshúsiđ í Lúxemborg,“ sagđi einn sérfrćđinganna sem fjölmiđlar leituđu til vegna dómsins í Karlsruhe. Ţýsku dómararnir ógnuđu ţví sem kalla mćtti kjarnorkuvopn seđlabankans og vćri taliđ ađ hann gćti ekki beitt ţeim drćgi úr mćtti hans til ađ verja evruna – menn gćtu ţó huggađ sig viđ ađ ţessi vopn bankans hefđu dugađ til ađ skapa friđ í 18 mánuđi.

Fyrir utan efni málsins sem er áfall fyrir Mario Draghi, forseta bankastjórnar Seđlabanka Evrópu, virtasta forystumann ESB ađ mati The Economist, er formhliđin forvitnileg. Ţetta er í fyrsta sinn sem ţýski stjórnlagadómstóllinn hefur vísađ máli til ESB-dómstólsins. Ţađ er ţó ekki gert vegna ţess ađ dómararnir í Karlsruhe telji ţá sem sitja í Lúxemborg sig setta – ţýsku dómararnir eru ekki ađ afsala sér neinu valdi heldur sýna ţeir starfsbrćđrum sínum innan ESB hćfilegt tillit og skapa einnig pólitíska leikfléttu.

Fyrstu viđbrögđ eru ađ ESB-dómstóllinn muni örugglega segja Seđlabanka Evrópu stunda skuldabréfakaupin á löglegum grunni. Hér skal ekkert fullyrt um ţađ en minnt á yfirlýsingar á sínum tíma um ađ Íslendingar mundu ađ sjálfsögđu tapa Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum. Forseti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, taldi sigur stofnunar sinnar svo öruggan ađ Íslendingar ćttu ađ skammast sín fyrir ađ draga niđurstöđu hennar í efa. ESA fćri ekki međ Icesave-máliđ fyrir EFTA-dómstólinn nema til ţess ađ sigra í ţví. Allt fór ţađ ţó á annan veg.

Dćmi ESB-dómararnir Mario Draghi og félögum hans í vil munu ţýsku dómararnir taka ákvarđanir í ljósi ţess. Ţeir hafa allt frá ţví Maastricht-sáttmálinn kom til sögunnar 1993 áskiliđ sér rétt til ađ hafna öllum ESB-lögum sem ţeir telja ađ brjóti í bága viđ ţýsku stjórnarskrána. Ţegar Lissabon-sáttmálinn tók gildi áriđ 2009 minntu ţeir á ađ fullvalda ríki hefđu ESB-sáttmálana í sínum höndum en ekki öfugt. Sum mál yrđu „ađ eilífu ţýsk“ og Ţjóđverjar hefđu rétt til ađ „hafna frekari ţátttöku í Evrópusambandinu“ ógnađi útţensla ţess ţýsku lýđrćđi á einhvern hátt.

Hér er mikiđ í húfi. Ţýsku dómararnir hafa dregiđ rauđa línu, ţeir vilja ekki ađ Seđlabanki Evrópu geti gengiđ í vasa ţýskra skattgreiđenda međ skuldabréfakaupum eftir ađ stjórnmálamenn hafa gefist upp viđ ađ leysa mál fyrir opnum tjöldum međ lagasetningu af ótta viđ hin lýđrćđislegu viđbrögđ. Fallist ESB-dómstóllinn á túlkun evrópsku seđlabankamannanna er eins líklegt ađ niđurstađan verđi talin brot á ţýsku stjórnarskránni komi máliđ aftur til kasta dómaranna í Karlsruhe.

Ţetta mál sýnir, ađ óvissa um framtíđ evrunnar er síđur en svo úr sögunni. Máliđ sýnir einnig hve mikilvćgt ađ innan ríkja séu stofnanir sem standa á rétti borgaranna gagnvart hinni yfirţjóđlegu ţróun. Veikist ţćr varnir er vođinn vís.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS