Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segir:
„Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Strax eftir að ríkisstjórnin var mynduð var gert hlé á aðildarviðræðunum við ESB. Hinn 25. október 2013 samdi utanríkisráðherra við Hagfræðistofnun Íslands um gerð úttektarinnar. Hún verður lögð formlega fyrir ríkisstjórnina í dag, þriðjudaginn 18. febrúar, en þingflokkar ríkisstjórnarinnar ræddu hana í gærkvöldi. Utanríkisráðherra mun fylgja skýrslunni úr hlaði á alþingi á morgun og hún verður jafnframt aðgengileg fyrir þjóðina.
Fréttir úr skýrslunni birtust í Morgunblaðinu í morgun. Af þeim verður ráðið að meginniðurstaða skýrslunnar um tvíhliða samskipti Íslands og Evrópusambandsins síðan sumarið 2009 ætti ekki að koma lesendum Evrópuvaktarinnar á óvart. Nefnd skulu þrjú meginatriði því til staðfestingar:
Samþykkt umsóknarinnar á alþingi 16. júlí 2009 var reist á röngum forsendum um tíma, form og efni þeirra viðræðna sem sigldu í kjölfar ályktunar þingsins. Af þeirri ástæðu einni er alþingi skylt að afturkalla umsóknina. Er skorað á alþingismenn að þeir gangi sem fyrst til þess verks því að með öllu er óviðunandi að við skilgreiningu á tengslum Íslands við ESB sé unnt að vísa til skjals sem reist er á slíkum grunni.
Þriðji þátturinn í stjórnarsáttmálanum er um að ekki verði rætt frekar um aðild við ESB nema þjóðin samþykki viðræðurnar í atkvæðagreiðslu. Sú aðferð ein tryggir að ekki verði vaðið af stað að nýju til Brussel án þess að allar hliðar mála séu ígrundaðar til fulls og ræddar til hlítar á heimavelli. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfestir nauðsyn þess.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...