Fimmtudagurinn 21. febrúar 2019

Þeir vilja ljúka aðlögun Íslands að regluverki ESB-ekki „samningaviðræðum“


Styrmir Gunnarsson
21. febrúar 2014 klukkan 09:16

Þrennt einkennir umræðurnar á Alþingi um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna Íslands við ESB og þróun sambandsins. Í fyrsta lagi að þeir tveir flokkar, sem stóðu að því að leggja aðildarumsóknina fram, Samfylking og Vinstri grænir eru í bullandi vörn og hafa ekki undan að verja gerðir sínar frá sumrinu 2009. Í öðru lagi að Samfylkingin er föst í sama fari og hún hefur verið í, hefur ekkert nýtt að segja en endurtekur sífellt að það eigi að ljúka því, sem þingmernn hennar kalla „samningaviðræður“. Og í þriðja lagi að Steingrímur J. Sigfússon snýst í hringi og veit ekki sitt rjúkandi ráð, þegar hann reynir að útskýra svik Vinstri grænna við eigin stefnuyfirlýsingar.

Um málflutning Samfylkingar um að ljúka „viðræðum“ er það að segja, að skýrsla Hagfræðistofnunar staðfestir að ekki er um slíkt að ræða. Það sem Samfylkingin er að hvetja til er að aðlögun Íslands að regluverki Evrópusambandsins verði haldið áfram og lokið. Það er skiljanlegt út frá sjónarmiði þeirra, sem vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu en það er fráleitt frá sjónarhorni hinna sem vilja það ekki og þeir eru yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar eins og nýjar skoðanakannanir sýna.

Hringsnúningur Vinstri grænna er ömurlegt dæmi um það sem kemur fyrir fólk sem stundar þá stjórnmálastarfsemi að segja eitt í dag og annað á morgun. Vinstri grænir eru trausti rúnir og litlar líkur að þeir nái sér á strik. Þeir eiga þó einn kost: Að taka þátt í því að draga umsóknina til baka.

Þeir sem hafa hneigst til þess að vilja ljúka svokölluðum samningaviðræðum til að sjá hvað gæti verið í boði ættu að endurskoða afstöðu sína í ljósi skýrslu Hagfræðistofnunar. Þetta mál snýst ekki um að ljúka „samningaviðræðum“ og skoða þann „samning“. Sú aðferð snýst um að gefa tíma til að ljúka að langmestu leyti aðlögun og innlimun Íslands í regluverk ESB á þann veg að ekki verði aftur snúið.

Og ef Íslendingum dytti í hug þegar þar væri komið sögu að snúa við mundi Evrópusambandið hefja hótanir um refsingar eins og Svisslendingar standa nú frammi fyrir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir skömmu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri leiðarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.

ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin

Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr mið­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...

Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóða­málum

Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóða­málum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS