Ţriđjudagurinn 7. apríl 2020

Pútín - Úkraína - norđurslóđir


Björn Bjarnason
27. mars 2014 klukkan 06:30

Í Bandaríkjunum sakna margir ţess ađ Robert Gates sitji ekki í embćtti varnarmálaráđherra. Hann varđ varnarmálaráđherra í ríkisstjórn George W. Bush áriđ 2006 eftir ađ Donald Rumsfeld hćtti og sat síđan áfram sem repúblíkani í ríkisstjórn Baracks Obama fram til 2011. Í upphafi tíunda áratugarins var hann í nokkur ár forstjóri CIA, leyniţjónustu Bandaríkjanna. Hann er međal ţeirra Bandaríkjamanna sem hafa lengsta og mesta reynslu af ćđstu störfum á sviđi öryggis- og varnarmála. Í ćviminningum sem hann sendi frá sér á síđasta ári ţótti hann opinskár í gagnrýni sinni á ýmsa sem enn bera mikla ábyrgđ innan bandaríska stjórnkerfisins fyrir ţekkingar- og reynsluleysi ţeirra.

Robert Gates birti miđvikudaginn 26. mars grein í The Wall Street Journal um ögranir Pútíns í garđ Vesturlanda. Hann rifjar upp ađ óvild Pútíns gagnvart Vesturlöndum sé ekkert nýmćli, hana megi rekja til sigurs ţeirra í kalda stríđinu. Hann skelli skuldinni af falli Sovétríkjanna, sem hafi veriđ honum mjög kćr, einkum á Bandaríkjamenn. Hann hafi lýst brotthvarfi Sovétríkjanna sem „versta geópólitíska stórslysi 20. aldarinnar“. Gates bendir á rćđu sem Pútín flutti hinn 18. mars 2014 ţegar hann kynnti rússneska ţinginu ákvörđun sína um ađ innlima Krím í Rússland. Ţar hafi hann rakiđ allt ţađ sem Vesturlönd hefđu gert á hlut Rússlands undandarin ár og listinn hafi veriđ langur. Markmiđ Pútíns sé ađ Rússland skipi ađ nýju sess sem hnattrćnt veldi međ áhrif um heim allan og ađ ríki sem nú eru sjálfstćđ en lutu áđur sovésku valdi komist ađ nýju undir stjórn frá Moskvu.

Gates segir ađ Pútín hafi ekki gert neina langtíma áćtlun um hvernig hann ćtli ađ ná ţessu markmiđi heldur muni hann nýta tćkifćri sem gefast og beita kaldrifjuđum ađferđum, Honum liggi ekki á, hann geti gegnt embćtti Rússlandsforseta til 2024. Hafa verđi í huga ađ Pútin nálgist ekki úrlausn deilumála á sama hátt og ráđamenn Vesturlanda sem vilji ađ deiluađilar gangi báđir sćmilega sáttir frá samningaborđi – Pútín vilji ná árangri á kostnađ annarra. Fyrir honum vaki ađ auka eigin mátt og dýrđ. Viđ ţessu verđi ekki brugđist á árangursríkan hátt án ţess ađ ţrengja ađ Rússum og veikja styrk ţeirra.

Hér skal ţessi grein Roberts Gates ekki rakin frekar en bođskapurinn er skýr: Vestrćnar ţjóđir verđa ađ búa sig undir langtíma varđstöđu vilji ţćr sporna gegn ţví ađ áform Pútíns nái fram ađ ganga. Víglína hefur nú veriđ dregin í Úkraínu án Krímskaga. Viđvaranir um ađ Pútín hafi ekki látiđ stađar numiđ međ innlimun Krímskaga eru hávćrar.

Fyrir nágranna Rússa í norđri er ástćđa til ađ minnast ţess ađ í rćđu fyrir um ţađ bil ári flokkađi Pútín stöđuna á norđurslóđum međ ţeim málum sem vekja honum mesta reiđi ţegar hann rćđir um öryggismál Rússlands, ţađ er međ stćkkun NATO og eldflaugavarnarkerfi NATO. Pútín er mikiđ í mun ađ gćta rússneskra hagsmuna á Norđur-Íshafi. Endurmat á öryggishagsmunum Vesturlanda í ljósi framgöngu Pútíns viđ Svartahaf mun hafa áhrif á Norđur-Atlantshafi.

Hér er um ađ rćđa geópólitískar breytingar sem snerta Ísland međ sama hćtti og hrćringar á tíma kalda stríđsins. Landafrćđin hefur ekki breyst og viđbrögđ ríkja og ţjóđa hljóta ađ taka miđ af henni. Fréttir um áhyggjur Finna af ţví sem gerist viđ landamćri ţeirra eru ađeins toppurinn á ísjakanum.

Íslensk stjórnvöld komast ekki hjá ţví ađ horfast í augu viđ ţessar stađreyndir og bregđast viđ ţeim.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS