Það er ljóst af frétt,sem er nú í birtingu hér á Evrópuvaktinni að Pútín, forseti Rússlands, leggur stóraukna áherzlu á umsvif Rússa á Norðurslóðum. Þau umsvif snúast á þessari stundu um fjóra meginþætti. Lagalegt tilkall Rússa til hafsvæða, sem enn ríkir óvissa um hverjir eigi rétt til, uppbyggingu aðstöðu vegna siglinga um norðausturleiðina, nýtingu auðlinda á svæðinu og stóraukin hernaðarumsvif.
Líklegt má telja að mynztrið frá Krímskaga og Úkraínu verði endurtekið. Tilkall til réttinda með nærveru rússnesks herafla að bakhjarli.
Þeir sem halda að það eigi eftir að ríkja friður á Norðurslóðum eru á villigötum.
Einræðissinnað stjórnvald, sem byggir fyrst og fremst á auðmönnum, leynilögreglu og herafla er í eðli sínu árásargjarnt. Við, og önnur aðildarríki Norðurskautsráðsins, eigum eftir að upplifa það á næstu árum.
Það er mikilvægt fyrir íslenzka hagsmuni að skýr og útffærð stefna komi fram af hálfu núverandi ríkisstjórnar um uppbyggingu Norðurslóða. Náið samstarf við Bandaríkin og Kanada er lykilatriði.
Í þeim efnum er vafalaust hægt að byggja á þeim samtölum, sem Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í Washington fyrir skömmu við ráðamenn þar. Þeim samtölum þarf að fylgja eftir með ýmsum hætti og þá ekki sízt með auknum samskiptum við Alaska.
Jafnframt þarf að efla tengslin við Kanadamenn, sem eru góð en engu að síður þarf að rækta þann garð og spurning hvort ekki er hægt að virkja fólk af íslenzku bergi brotnu, sem búsett er þar í landi og hefur ríkan vilja til að styrkja tengslin við föðurland feðra sinna.
Við eigum ekki bara að sitja með hendur í skauti og fljóta með.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...