Mánudagurinn 18. janúar 2021

Nú muna Bandaríkjamenn eftir Íslendingum!


Styrmir Gunnarsson
17. júní 2010 klukkan 10:18

Hilary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent okkur Íslendingum sérstakar kveðjur í tilefni af þjóðhátíðardegi okkar og meira að segja gengið svo langt að senda okkur upptöku með þeim árnaðaróskum hennar og Bandaríkjastjórnar. Þetta er nýtt. Hvað skyldi valda?!

Þess hefur ekki orðið vart síðustu árin, að Bandaríkjamenn hafi veitt okkur Íslendingum mikla eftirtekt. Þeir yfirgáfu Ísland á þann veg, að þeim, sem mest og lengst höfðu stutt veru þeirra hér mislíkaði mjög. Um þá atburði má lesa í nýrri bók um Donald Rumsfeld, þáverandi varnarmálaráðherra, þar sem m.a. kemur fram, að Elisabeth Jones, þáverandi aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna hafi ekki skilið hversu upptekinn Rumsfeld var af fjórum orustuþotum á Íslandi.

Þeir voru ekki til viðtals um að veita okkur stuðning á árinu 2008 í aðdraganda bankahrunsins og heldur ekki eftir að það var orðið að veruleika.

Nú senda þeir okkur sérstakar kveðjur þannig að athygli vekur. Getur verið að áhugi Kínverja á Íslandi hafi orðið til þess að minna Bandaríkjamenn á að við erum til?!

Hver sem ástæðan er ber íslenzkum stjórnvöldum að taka þessum kveðjum vel og fylgja þeim eftir. Það eru þjóðarhagsmunir okkar Íslendinga að efla tengslin við Bandaríkjamenn á ný. Nú er tækifærið til þess.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS