Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Enga ESB-skatta segja Bretar og Ţjóđverjar

Deilur um ný fjárlög ESB ađ hefjast


10. ágúst 2010 klukkan 14:44
Janusz Lewandowski, fjármálastjóri í framkvæmdastjórn ESB.

Undir lok september mun Janusz Lewandowski, fjármálastjórinn í framkvćmdastjórn ESB, leggja fram tillögur um breytingar á fjármögnun á starfsemi stofnana ESB og hvernig fjárgreiđslum í nafni sambandsins skuli háttađ. Bretar og Ţjóđverjar hafa ţegar kynnt, ađ ţeir leggist gegn ţví, ađ framkvćmdastjórn ESB fái sjálfstćtt skattlagningarvald.

Á vefsíđunni EUobserver segir, ađ í tillögum fjármálastjórans verđi tekiđ á málum, sem séu viđkvćm í augum ríkisstjórna ađildarlandanna. Frakkar séu til dćmis mjög á varđbergi, ţegar komi ađ hinni kostnađarsömu landbúnađarstefnu ESB. 45% af útgjöldum undir merkjum ESB séu til styrktar landbúnađi. Ţá verđi einnig deilt um afsláttinn á fullum ađildargreiđslum, sem Bretar, Ţjóđverjar, Danir og Hollendingar njóta.

Lewandowski viđrađi hugmyndir um ađ koma á ESB flug- og fjármálaskatti auk uppbođs á CO2 – útblásturskvóta í samtali viđ The Financial Times Deutschland og gaf til kynna, ađ ríkisstjórnir ýmissa landa styddu ţćr, ţar á međal Ţýskalands, af ţví ađ ţćr vildu lćkka útgjöld á eigin fjárlögum til ESB.

Stjórnvöld í Berlín og London snerust strax gegn ţessum hugmyndum.

Talsmađur fjármálaráđuneytisins í Berlín sagđi, ađ gjaldtaka í ţágu ESB mundi brjóta gegn stjórnarsáttmála Kristilegra demókrata og Frjálsra demókrata, ţar sem ESB-skatti vćri afdráttarlaust hafnađ. Ekkert hefđi breyst í ţví efni.

James Sassoon. verslunarmálaráđherra Bretlands, sagđi ađ bresk stjórnvöld mundu leggjast gegn öllum slíkum áformum. „Ríkisstjórnin er andvíg beinum sköttum til ađ fjármagna starfsemi ESB,“ sagđi hann. „Bretar eru ţeirrar skođunar, ađ ţađ sé á valdi ţinga einstakra landa ađ taka ákvarđanir um skattheimtu og ţeir munu beita neitunarvaldi gegn öllum hugmyndum um ESB-skatta.“

Talsmađur Josefs Prölls, fjármálaráđherra Austurríkis, sagđi, ađ ríkisstjórn Austurríkis vćri jákvćđ í garđ ţeirra hugmynda, sem Lewandowski hefđi viđrađ. Hins vegar berast fréttir frá Hollandi um, ađ flokkarnir, sem vinna ađ myndun stjórnar ţar í landi, séu á móti ESB-skattheimtu.

Fjárlög ESB eru samţykkt til sjö ára og gilda ađ ţessu sinni enn til ársins 2013. Fjárveitingar til ESB ráđast af framlagi einstakra ađildarríkja, sem taka miđ af ţjóđartekjum, auk virđisaukaskatts og tolla.

Lewandowski er hins vegar kappsmál ađ minna á, ađ stofnendur ESB, sem sömdu grunndvallarskjal samstarfsins, Rómarsáttmálann, töldu, ađ ESB ćtti ađ standa fjárhagslega á eigin fótum, međal annars međ ţví ađ innheimta beina ESB-skatta.

EUobserver segir, ađ um ţessar mundir séu 76% af fjárlögum ESB fjármögnuđ međ framlagi ađildarríkjanna.

Viđ endurskođun fjárlaganna á nćstu árum verđur ekki ađeins deilt um skattheimtu í ţágu ESB. Ađildarríkin verđa ađ mati EUobserver ekki sátt viđ ţau áform framkvćmdastjórnarinnar ađ auka útgjöld fjárlaganna um 5,9% í 130-140 milljarđi evra, en međ ţví yrđi gert ráđ fyrir 4,5% kostnađarhćkkun viđ rekstur stofnana ESB. Ríkisstjórnir hafa sagt, ađ 3% dugi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Mest lesiđ
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstćđ ţjóđ

Grikkir eru ekki sjálfstćđ ţjóđ. Ţeir hafa ađ vísu málfrelsi viđ borđiđ í Brussel, sem íslenzkir ađildarsinnar ađ ESB leggja svo mikiđ upp úr en á ţá er ekki hlustađ og orđ ţeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dćmi um örlög smáţjóđar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Ţađ hefur veriđ fróđlegt - ekki sízt fyrir ţegna smáţjóđa - ađ fylgjast međ átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa veriđ átök á milli Grikkja og Ţjóđverja. Í ţessum átökum hafa endurspeglast ţeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfiđ innan evruríkjanna og ţar međ innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiđingar

Ţađ er nokkuđ ljóst ađ sú uppreisn Miđjarđarhafsríkja gegn ţýzkum yfirráđum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsćtis­ráđherra Ítalíu og forseti framkvćmda­stjórnar ESB um skeiđ, hvatti til fyrir allmörgum mánuđum er hafin. Kveikjan ađ henni urđu úrslit ţingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS