Miðvikudagurinn 27. janúar 2021

Af hverju vill ESB hafa Ísland innan sinna raða?


Jón Ríkarðsson
5. október 2010 klukkan 20:41

Það hlýtur að vekja spurningar hjá hugsandi fólki hvers vegna Evrópusambandið er tilbúið að leggja út í kostnað upp á 217.000.000. til að geta markaðsett sig hér á landi.

Það sem komið hefur fram hjá ESB sinnum er að hlutverk sambandsins er að bæta stjórnsýslu aðildaríkja sinna sem og að veita þeim aðgengi og niðurfellingu tolla á sínu markaðssvæði, ásamt því að þeirra mati, búa til nær fullkomið samfélag.

Nú er það venjan að ef um hagsmunasamtök er að ræða sem hagur er að ganga í þá verður sá sem sækir um að uppfylla viss skilyrði og sýna fram á að vilji fyrir inngöngu sé til staðar. Ef viljinn er ekki fyrir hendi, þá fer hagsmunafélagið ekki að leggja út í kostnað til að sannfæra viðkomandi um ágæti sitt.

Nú er það ljóst að sambandið hefur ekki mikið álit á íslendingunum, þekkt er öll sú umræða sem fram hefur farið um Icesave, en ESB er fylgjandi hagsmunum viðsemjenda okkar. Ef allt væri eðlilegt þá ætti sambandið ekki að vilja sjá frekari viðræður við okkur. Framganga ríkisstjórnarinnar í viðræðum við þá er ekki til fyrirmyndar eins og allir vita, það var farið í umsóknarferli þótt meirihluti þings og þjóðar væri því ekki fylgjandi.

Einnig hafa Brusselmenn furðað sig á því að ríkisstjórnin talar tungum tveim í þessu máli.

Getur það verið rétt að ESB sé hreinlega að ásælast okkar auðlyndir?

Ekki hefur heyrst um stórfé í kynningarmálum Tyrkjum til handa, enda eflaust lítið á þeim að græða.

Nú þarf hver einasti íslendingur að spyrja sig að því, hvort hann vilji þiggja þokkalegt lifibrauð að launum fyrir sjálfstæði og auðlyndir þjóðarinnar. Viðkomandi þarf svo að svara fyrir atkvæði sitt gagnvart þeim sem landið byggja næstu aldirnar, eru menn þá e.t.v. búnir að eyðileggja allar þær framfarir sem annars hefðu getað orðið?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Togarasjómaður

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS