Sunnudagurinn 24. október 2021

Ofríki Steingríms J. magnast međ ţví ađ segja já viđ Icesave III.


Björn Bjarnason
4. apríl 2011 klukkan 12:02

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráđherra, hefur stofnađ til deilu viđ fjölmiđla međ ţví ađ neita ađ afhenda ţeim upplýsingar um kostnađ viđ Icesave III samningana. Hann hefur sett á sviđ leikrit međ ţátttöku samflokksmanns síns Björns Vals Gíslasonar og Ástu Ragnheiđar Jóhannesdóttur, forseta alţingis, til ađ komast hjá ţví ađ svara spurningum um ţennan kostnađ fram yfir ţjóđaratkvćđagreiđsluna 9. apríl nk.

Höfuđatriđi málsins eru ţessi: Fyrirspurnir berast til fjármálaráđuneytis frá Morgunblađi og RÚV um kostnađ viđ gerđ Icesave III. Ţegar Steingrímur J. hefur engin efnisleg rök fyrir ađ neita ađ svara, felur hann Birni Vali ađ leggja fyrir sig munnlega fyrirspurn á alţingi. Eftir ađ hún kemur fram neitar Steingrímur J. ađ svara fjölmiđlum á undan Birni Vali. Ţegar fyrirspurnin hefur veriđ sett á prentađa dagskrá ţingsins kippir forseti alţingis henni ţađan á brott og bođar ađ hún komi aftur á dagskrá 11. apríl, ţađ er eftir ţjóđaratkvćđagreiđslu. Fjölmiđlar sitja án svara og ţingheimur lćtur sér ţetta lynda enda samţykktu tveir ţriđju ţingmanna Icesave III, illu heilli.

Á öllum ţeim árum sem ég sat í ríkisstjórn kom engum ráđherra leikflétta af ţessu tagi til hugar í ţví skyni ađ skjóta sér undan ţví ađ svara fyrirspurn fjölmiđla eđa á alţingi. Ég tel ađ ţađ hafi ekki ađeins ţurft einbeittan vilja til ađ skjóta sér undan svari heldur klókan mann í laga- og regluflćkjum til ađ búa til ţessa fléttu. Ósvífnin í henni er svo dćmalaus, ađ hún sýnir enn og aftur ađ Steingrími J. Sigfússyni er ekkert heilagt telji hann ráđherravöldum sínum ógnađ.

Telji ráđherra sér sćma ađ leggjast svona lágt til ađ skjóta sér undan lögbođinni skyldu ađ miđla upplýsingum til fjölmiđla og ţar međ almennings, vakna spurningar um hvađa ráđum hann beiti til ađ koma fram vilja sínum, ţegar áhugi fjölmiđla beinist ekki ađ honum. Hvernig talar hann til samflokksmanna svo ađ ekki sé minnst á andstćđinga? Hverju er hótađ? Hvađa blekkingum er beitt?

Í nýjasta hefti tímaritsins Ţjóđmála er sagt frá ţví og í raun rakiđ frá degi til dags hvernig Már Guđmundsson, seđlabankastjóri, hafđi í hótunum og setti á sviđ leikrit til ađ eyđileggja auglýst og opiđ söluferli Sjóvár. Augljóst er ađ ţetta hefđi hann aldrei gert án vitundar og vilja Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráđherra, sem á hćpnum forsendum setti tćpa 12 milljarđa króna af skattfé almennings í Sjóvá. Ţegar Steingrímur J. er spurđur um ţessar opinberu fjármálasviptingar svarar hann út í hött.

Steingrímur J. svarađi einnig út í hött ţegar hann var spurđur um breytingartillögu á lögum um kjaradóm til ađ unnt yrđi ađ hćkka laun Más Guđmundssonar sumariđ 2010. Tillögu sem Steingrímur J. flutti sjálfur.

Ósvífni á borđ viđ ţá sem Steingrímur J. sýnir ţegar hann er spurđur um Icesave III réđ miklu um ađ Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sögđu skiliđ viđ ţingflokk vinstri-grćnna. Margrét Frímannsdóttir, sem var lykilmanneskja viđ stofnun Samfylkingarinnar, lýsir í endurminningum sínum hve Steingrímur J. sýndi henni mikinn hroka og óvild á lokadögum Alţýđubandalagsins.

Hér skal ekki fleira tíundađ af ţessu tagi, ţótt af mörgu sé ađ taka. Ţó get ég ekki látiđ hjá líđa ađ minnast ţess ţegar Steingrímur J. öskrađi ađ mér ţar sem ég stóđ í rćđustól alţingis. „Étt‘ann sjálfur.“ Gekk hann ţá ógnandi ađ rćđustólnum, starđi á mig hatursaugum og lagđi síđan hendur á Geir H. Haarde, forsćtisráđherra, ţar sem hann sat í stól sínum í ţingsalnum. Mađur sem hagar sér ţannig á erfitt međ ađ hemja heift sína og er tilbúinn ađ beita ţeim ráđum sem hann telur sér henta til ađ ná sínu fram. Tvískinnungurinn er hins vegar aldrei langt undan eins og ţegar hann hafđi greitt atkvćđi međ ţví ađ ákćra Geir H. Haarde og senda hann fyrir landsdóm en sagđi síđan í beinni útsendingu ađ hann hefđi gert ţađ međ „sorg í hjarta“ eins og um nauđungarverk hefđi veriđ ađ rćđa.

Ofríkiđ gagnvart öđrum er ađeins önnur hliđ stjórnmálamannsins Steingríms J. Sigfússonar. Hin er ekki betri sem snýr ađ sviksemi hans viđ ţann málstađ sem hann segist fylgja. Skýrast hefur ţetta birst í stuđningi hans viđ ESB-ađildarumsókn Íslands. Ţótt hann segist á móti ađild stígur hann aldrei neitt skref gegn henni sem fjármálaráđherra.

Ţótt Steingrímur J. segđist vera á móti samningi um Icesave í stjórnarandstöđu hefur hann beitt sér fyrir ţremur Icesave-samningum og aldrei hörfađ frá ţeirri línu sem hann og Svavar Gestsson mótuđu međ Icesave I. Ţá „nennti“ Svavar ekki ađ sitja lengur ađ viđrćđum um máliđ. Steingrímur J. og Jóhanna ćtluđu ađ lauma málinu í gegnum alţingi.

Steingrímur J. segist andvígur ađild Íslands ađ Atlantshafsbandalaginu (NATO) samt situr hann í ríkisstjórn sem samţykkti nýja grunnstefnu bandalagsins 19. nóvember 2010. Ţá segist hann á móti ţví ađ NATO stjórni hernađi gegn Líbýu, samt situr hann í ríkisstjórn sem samţykkir slíkan hernađ.

Steingrímur J. hefur komist upp međ ađ hćkka hér skatta í samrćmi viđ stefnu sem hann og Svavar Gestsson bođuđu á strax á tíma Alţýđubandalagsins, samt er látiđ eins og ţessar hćkkanir og stöđnunin sem ţeim fylgir sé vegna bankahrunsins. Nú vill hann Icesave til ađ fá enn nýja ástćđu til ađ hćkka skatta.

Öll ţessi pólitísku viđhorf blasa viđ ţingmönnum og ţjóđinni. Vegna ţeirra vekur enn meiri undrun en ella ađ stjórnarandstöđuţingmenn og ţó einkum ţeir sem sitja á alţingi fyrir Sjálfstćđisflokkinn skuli hafa hlaupiđ undir Icesave-okiđ međ Steingrími J. í stađ ţess ađ láta ţađ á herđar ţeirra sem eiga ađ fjalla um réttmćti ţess, dómstólunum.

Hvort sem menn vilja viđurkenna ţađ ekki er augljóst ađ međ ţví ađ segja já viđ Icesave-lögum Steingríms J. eru ţeir ađ leggja blessun sína yfir forkastanlega stjórnarhćtti. Steingrímur J. mun ađeins fćrast í aukana komist hann upp međ Icesave III. Hann telur sig hafa í fullu tré viđ ţingheim eftir Icesave-atkvćđagreiđsluna ţar eins og leikrit hans og Björns Vals til ađ leyna kostnađi viđ gerđ Icesave III sýnir. Bregđi ţjóđin ekki fćti fyrir Icesave III lög Steingríms J. er ţađ ekki ađeins ávísun á hćrri skatta og óviđunandi skuldastöđu ríkissjóđs heldur einnig á enn frekara ofríki af hálfu stjórnmálamanns sem svífst einskis til ađ halda í völd sín.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Mest lesiđ
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstćđ ţjóđ

Grikkir eru ekki sjálfstćđ ţjóđ. Ţeir hafa ađ vísu málfrelsi viđ borđiđ í Brussel, sem íslenzkir ađildarsinnar ađ ESB leggja svo mikiđ upp úr en á ţá er ekki hlustađ og orđ ţeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dćmi um örlög smáţjóđar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Ţađ hefur veriđ fróđlegt - ekki sízt fyrir ţegna smáţjóđa - ađ fylgjast međ átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa veriđ átök á milli Grikkja og Ţjóđverja. Í ţessum átökum hafa endurspeglast ţeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfiđ innan evruríkjanna og ţar međ innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiđingar

Ţađ er nokkuđ ljóst ađ sú uppreisn Miđjarđarhafsríkja gegn ţýzkum yfirráđum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsćtis­ráđherra Ítalíu og forseti framkvćmda­stjórnar ESB um skeiđ, hvatti til fyrir allmörgum mánuđum er hafin. Kveikjan ađ henni urđu úrslit ţingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS