Þorsteinn Pálssoni fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, er eitthvað ósáttur við röksemdarfærslur þeirra, sem andvígir eru ESB aðild og hann ritaði m.a. eftirfarandi fullyrðingar í Fréttablaðið fyrir nokkrum dögum síðan;
„Rökin fyrir aðild eru þau fyrst og fremst, að halda áfram í ljósi breyttra aðstæðna, því samstarfi sem við hófum við inngöngu í Atlandshafsbandalagið. Markmiðið er að treysta viðskiptafrelsið og peningamálastjórnina í nánu samstarfi við þær þjóðir sem næst okkur standa í menningarlegum og pólitískum efnum. Slíkt samstarf er besta leiðin til að skapa stöðugleika og traust á markaðslegum forsendum, það er leiðin ti til hagvaxtar. Þetta snýst um þá spurningu í hvaða umhverfi hagsmunir Íslands eru best tryggðir til framtíðar. Evrópuandstæðingar hafa í engu reynt að tala gegn þessum röksemdum.“
Þorsteinn kýs af einhverjum ástæðum að tala um „Evrópuandstæðinga“, en hér á landi hefur enginn, mér vitanlega gefið sig út fyrir að vera andstæðingur Evrópu, né heldur ESB, heldur eru margir andstæðir aðild, en það er grundvallarmunur þar á, sem greindur maður eins og Þorsteinn ætti að skilja.
Eflaust má segja honum það til vorkunnar, að meginrök aðildarsinna hafa reynst haldlítil og þess vegna er nú gripið til allra vopna, til að verja málstaðinn.
Að halda því fram að við treystum viðskiptafrelsið með inngöngu í Evrópusambandið, það eru fremur haldlítil rök, því við treystum viðskiptafrelsið ágætlega með aðildinni að EES, sumum fannst það einum of mikið, í kjölfar efnahagshrunsins.
Peningamálastjórnin verður ekki treyst með inngöngu í ESB, hægt er að nefna Grikki í því samhengi, en þar var ansi slök peningastjórn, þrátt fyrir að landið sé aðili að ESB og notist við EVRU, þannig að þessi rök halda engan veginn.
Til þess að halda utan um viðskiptafrelsið og láta það gagnast okkur, þá þurfa fyrirtæki landsins að njóta trausts, auk þess þarf efnahagsstjórn landsins að vera í lagi. Flestir muna röksemdir Björgvins G. Sigurðssonar, þegar hann var ráðherra, en þá sagði hann að um leið og sótt væri um inngöngu, þá myndi krónan styrkjast og ímynd þjóðarinnar batna út á við.
Röksemdir Björgvins halda vitanlega ekki vatni, eins og allir ættu að vita um þessar mundir.
Hins vegar er hægt að skoða með opnum huga, það sem vel er gert af hálfu Brusselmanna og tileinka sér góðar stjórnsýsluaðferðir sem gagnast hafa vel í ESB ríkjunum. Það er engin nauðsyn að ganga í sambandið til þess að lesa sér til um stjórnsýslu þess og velja og hafna, en ef við göngum í ESB, þá getum við víst bara valið og litlu hafnað.
Svo nefnir hann „hræðsluáróður“ þeirra sem ekki vilja innlimast í ESB og segir enga ástæðu til að óttast „Bandaríki Evrópu“.
Miðaða við fyrirliggjandi upplýsingar, þá er möguleiki á að ESB stefni í að verða eitt stórt ríki.
Jean-Claude Trichet aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu hefur komið með hugmynd varðandi eitt sameiginlegt fjármálaráðuneyti ESB, hátt settir menn innan ESB hafa gagnrýnt óþarflega mikla þjóðerniskennd aðildarríkjanna, þessi umræða hefur verið í gangi ansi lengi.
Enginn getur sagt til um hvað framtíðin ber í skauti sér. Vera má, að ESB falli um sjálft sig á næstu árum sökum efnahagserfiðleika aðildarríkja þess, kannski verður Evrópusambandið öflugasta hagkerfi heimsins einshverntíma í framtíðinni,kannski verður aldrei til neitt sem heitir Bandaríki Evrópu, það er aldrei hægt að segja til um framtíðina með nokkru móti.
En miðað við þá staðreynd að Ísland getur vel spjarað sig utan ESB, þá er ástæðulaust að taka áhættuna á því, að verða áhrifalaus eyja í stóru ríkjabandalagi ESB.
Svo geta menn endalaust deilt um, hversu mikil áhættan er, en hún er engu að síður til staðar.
Togarasjómaður
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð
Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.
Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag
Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópusambandsins.
Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópusambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu og forseti framkvæmdastjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.