Í viðtali við DV.is segir hæstvirtur utanríkisráherra Össur Skarphéðinsson m.a.; „Könnunin sýnir að á einu ári hefur stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu aukist um næstum helming, eða úr 30 % í 43%“.
Það var þá rétt sem hann sagði við fyrrum formann Samfylkingarinnar, þegar hún vildi að hann mætti fyrir hönd viðskiptaráðherra, hann kvaðst ekkert vit hafa á þessum málum og hefur væntanlega verið að vísa til stærðfræðikunnáttu sinnar, því flestir þeir sem kannast við prósentureikning vita að talan þrettán er talsvert langt frá því að vera helmingurinn af hundrað.
Stefan Füler stækkunarstjóri ESB lofaði íslendingum því, að koma hingað til lands sl. haust til þess að kenna stuðningsmönnum Evrópusambandsins að notast við staðreyndir í röksemdarfærslum, enda sést það glöggt, ef horft er á viðtöl við útlenda starfsmenn ESB, þá er talsvert meira vit í þeirra málflutningi, þeir kunna greinilega ágætlega á notkun staðreynda.
Füler ætti að fara að efna loforðið, því það yrði ánægjuleg tilbreyting fyrir okkur Heimsýnarmenn að ræða við andstæðingana á rökrænum nótum í stað þess að vera stöðugt að leiðrétta rangfærslur hjá þeim, það er afskaplega þreytandi til lengdar.
Þeir ESB menn útlendir, sem kunna notkun staðreynda hafa m.a. bent á það, að umsóknarríkin ættu ekki að gera sér of miklar væntingar varðandi bættan hag eftir inngönguna. Einn sagði að ESB væri í miklum erfiðleikum um þessar mundir og staða þess frekar óljós, en við myndum samt komast í öflugt viðskiptabandalag, þar sem að ESB myndi gæta hagsmuna okkar gagnvart Bandaríkjunum og Kína. ESB ríkin væru það smá, að stór ríki á borð við hin framangreindu hefðu tilhneigingu til að gleypa hin smærri.
Við íslendingar höfum átt í útistöðum við ríki innan Evrópusambandsins, en ágætis vinátta ríkir á milli okkar og Bandaríkjamanna, þótt hún hafi ekki verið ræktuð sem skyldi, sama má segja um Kínverja.
Einnig hafa kunáttumenn í staðreyndum, sem talað hafa fyrir ESB bent á, að þjóðir ættu að sækja um aðild, ef þær samsömuðu sína pólitík ekki við stefnu Evrópusambandsins.
Íslenska þjóðarsálin þolir ákaflega illa stífar reglur, en ESB hefur mjög gaman af að setja stífar reglur um hina ólíklegustu hluti.
Fyrir utan það, að íslenska þjóðarsálin gengur ekki í takt með Brusselveldinu, þá er nóg að líta til erfiðleika ESB til að átta sig á því, að aðild bætir ekki Ísland að neinu leiti.
Össur hefur miklar væntingar um upptöku Evru, en hann áttar sig ekki á því að nafnið á gjaldmiðlinum skiptir ekki máli, það er hagstjórn hvers lands fyrir sig sem ræður efnahag þjóða að mestu leiti.
Hann ræðir líka um að erlendar fjárfestingar hafi aukist em leið og hin ýmsu lönd hafa gengið í ESB. Bent hefur verið á það, að hringlandaháttur ríkisstjórnarinnar hefur fælt fjárfesta frá landinu, enda spekúlera fjármálamenn ekkert í því, hvort landið sé í Evrópusambandinu eður ei, þeir vilja bara góðar aðstæður til að ávaxta sitt pund.
Erlendir spekingar í málum ESB hafa margoft bent á það, að ekkert breytist raunverulega við aðild, efnahagslega séð, ríkin verða að vanda sig við hagstjórnina ef vel á að vera. Einnig hafa þeir margoft bent á, að við getum ekki ætlast til þess að ráða yfir sjávarútvegsauðlindinni, Evrópusambandið vill vitanlega fá að stjórna þeim málum.
Það er sama hvað útlendir kunnáttumenn í meðferð staðreynda hrekja bábiljur aðildarsinna, stöðugt halda þeir áfram að blekkja sjálfa sig og reyna að blekkja þjóðina.
Kannski hefur Stefan Füler fundið það út, að vonlaust væri að kenna stuðningsmönnum ESB hér á landi notkun staðreynda í málflutningi sínum og lái honum það hver sem vill.
Togarasjómaður
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð
Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.
Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag
Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópusambandsins.
Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópusambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu og forseti framkvæmdastjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.