Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Eistlendingar með evru í rúmt ár – fólki undir fátæktarmörkum fjölgar, hagvöxtur minnkar


Sveinn Eldon
10. apríl 2012 klukkan 13:36

Nú rúmu ári eftir að Eistlendingar skiptu um gjaldmiðil, búa þar fjórðungi fleiri undir fátæktarmörkum en fyrir ári eða tæp 18% þjóðarinnar. Hvort evrunni einni sé um að kenna skal ekki fullyrt þótt margir sem til þekkja áliti að gjaldmiðillinn eigi verulegan hlut að máli. Skoðanir voru skiptar í Eistlandi um hvort þjóðin ætti að skipta um gjaldmiðil, margir Eistlendingar biðu þó með eftirvæntingu eftir að fá að nota sama gjaldmiðil og þjóðir í Vestur- Evrópu, enda treysti það þjóðina enn sterkari böndum við þær og aðrir þjóðir ESB.

Evran hefur einfaldað Eistlendingum ferðalög til útlanda en af nágrannaríkjum einungis til Finnlands, því Lettar, Litháar og Svíar hafa eigin gjaldmiðla. Viðskipti og ferðalög á milli Finnlands og Eistlands hafa hins vegar ekki aukist að ráði þó þau séu nú einfaldari, enda voru þau mikil áður en Eistlendingar tóku upp evru. Tæpur fimmtungur útflutnings Eistlands fer fer til evru-landsins Finnlands, og sjötti hluti innfluttrar vöru kemur frá Finnlandi. Hagvöxtur var 7,6% 2011 og meiri en öðrum ESB-löndum. Þessi mikli hagvöxtur hefur hjaðnað og er einungis 1,7% hagvexti spáð í ár. Verðbólga er nú talin vera 4%. Þjóðin hefur fengið hálfan milljarð evrur á ári í styrki frá ESB síðan 2007 til að bæta innviði landsins, þeim styrkveitingum lýkur þó líklega á næsta ári.

Tekjumismunun hefur aukist verulega á síðustu árum í Eistlandi. Hraði hennar jókst verulega árið 2011 og virðist ekki lát á enn. Margar ástæður eru fyrir því að tekjumunur eykst. Meðallaun venjulegra launþega voru 850 evrur sem eða 130 þúsundir íslenskra króna á síðasta ári, og hafa ekki hækkað í ár. Lægstu laun eru rúmlega 40 þúsund íslenskar krónur á mánuði. Kreppa skall á í Eistlandi eins og víðast hvar annarsstaðar 2008 og var djúp. Hagvöxtur var neikvæður um 14% árið 2009. Efnahagslífið hefur ekki enn fyllilega rétt úr kútnum. Atvinnulausum hefur ekki fækkað og eru þeir nú 14%. Lífeyrir hefur staðið í stað. Meðal eftirlaun eru 50 þúsund íslenskar krónur á mánuði. Lægstu eftirlaun eru 20 þúsund á mánuði. Tæplega þriðjungur Eistlendinga eru lífeyrisþegar. Til að gefa nokkra hugmynd um verðlag í Eistlandi má nefna eftirfarandi dæmi (öll verð í íslenskum krónum):

Þriggja herbergja íbúð í höfuðborginni Tallin kostar 14 milljónir. Leiga á svipaðri íbúð er 40 þúsund krónur á mánuði. Eitt kíló af eplum kostar tæpar 200 krónur. Beinlaus kjúklingabringa kostar 1000 krónur kílóið. Vindlingapakki 450 krónur. Kíló af kartöflum 130 krónur. Bensínlítri 200 krónur. Gallabuxur (Levis) 16 þúsund krónur. Mánaðarkort í strætó 3 þúsund krónur. Nýr Volkswagen Golf (1.4) tvær miljónir. Bíómiði 3 þúsund krónur. Vextir á banka lánum eru aldrei undir 8% og oftast hærri.

Mörg lítil þjónustu fyrirtæki berjast í bökkum og þeim hefur ekki fjölgað. Rekstur ýmissa meðalstórra og stórra fyrirtækja ganga þokkalega, sum jafnvel mjög vel. Eigendur og stjórnendur þessara fyrirtækja hafa tekjur sem eru sambærilegar við tekjur starfsbræðra þeirra í öðrum evru-löndum. Aðrir starfshópar hafa þó lægri tekjur en tíðkast í flestum öðrum evru-löndum. Nú rennur tæpur þriðjungur þjóðarteknanna í vasa tíunda hluta þjóðarinnar.

Það eru ekki síst lág laun og lágir skattar á fyrirtæki sem hafa gert eistnesk útflutningsfyrirtæki samkeppnishæf og lokkað erlend fyrirtæki til Eistlands. Lágur kostnaður við rekstur fyrirtækja hefur verið lykillinn að hagvexti í Eistlandi, síðan landið hlaut sjálfstæði 1991. Ef kostnaðurinn hækkar meira en í öðrum ESB löndum, flytja mörg erlend og jafnvel eistnesk fyrirtæki frá Eistlandi þangað sem rekstrarkostnaðurinn er enn lægri. Eistlendingar eiga því ekki annarra kosta völ en að halda kostnaði niðri, eftir því sem unnt er, sérstaklega er mikilvægt að halda launum niðri. Þetta á jafnt við laun verka- og menntamanna.

Með aukinni menntun íbúanna verður Eistland vissulega samkeppnishæfara, þá kemur til sögunnar sérfræðiþekking sem fyrirtæki þarfnast. Sannleikurinn er hins vegar sá að um þessar mundir er nægilegt framboð fólks í flestum sérfræðigreinum og dregur það úr eftirspurn fyrirtækja, þá sækjast þau einnig eftir að ráða erlenda sérfræðinga í stað þess að flytja starfsemi sína úr landi. Þekking og kunnátta hefur aldrei verið mikilvægari, hennar er þó oftast hægt að afla án verulegrar fyrirhafnar og kostnaðar. Samkeppni á milli fyrirtækja verður sífellt harðari og því er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að halda öllum kostnaði eins mikið niðri og unnt er. Framleiðsla, hönnun og rannsóknir eru því oft þar sem kostnaðurinn af slíkri starfsemi er lægstur. Eftir því sem laun eru stærri hluti af kostnaðinum þeim mun mikilvægara er að velja starfseminni stað þar sem laun eru lág. Þetta á ekki síður við um hönnun og rannsóknir en um framleiðslu.

Í sama mund og ég skrifa þennan pistill fæ ég í hendur bækling sem fjallar um kosti þess fyrir finnsk fyrirtæki að flytja starfsemi sína til Indlands. Í bæklingnum er sérfræðikunnátta sem Indverjar geta boðið finnskum fyrirtækjum tíunduð, einnig er ítrekað hversu allur kostnaður við rekstur fyrirtækja sé lítill í Indlandi. Ljóst er að Eistland er í beinni samkeppni við láglaunalönd eins og Indland og Kína um erlend fyrirtæki.

Nú síðustu vikurnar hefur atvinnuleysi í Eistlandi þokast niður og vonandi heldur sú þróun áfram. Ekki er hins vegar útlit fyrir að tekjur venjulegra Eistlendinga breytist mikið til batnaðar á næstu árum, þrátt fyrir nýjan gjaldmiðil. Fremur er hætta á að tekjumunur haldi áfram að vaxa og að ungt fólk sem kann tungumál leiti sér að vinnu fyrir utan landsteinana jafnvel í enn auknara mæli en hingað til.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Nafn: Sveinn Eldon Fæddur í Reykjavík 1950 Heimspekingur og hagfræðingur að mennt. Hefur starfað sem háskólakennari bæði á Íslandi og í Finnlandi þar sem hann starfar nú.

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS