-sprottinn upp úr M-15 mótmælahreyfingunni
Nýr stjórnmálaflokkur á Spáni, sem stofnaður var um miðjan marz sl. fékk hvorki meira né minna en 1,2 milljónir atkvæða í kosningunum til Evrópuþingsins fyrir og um síðustu helgi og fimm menn kjörna á Evrópuþingið.
Þetta er ekki flokkur sem staðsettur er yzt á hægri kanti stjórnmála heldur þvert á móti. Hann telst vera yzt til vinstri.
Flokkurinn heitir Podemos og er sprottinn upp úr mótmælahreyfingu gegn aðhaldi í efnahagsmálum, sem varð til í Madrid og reyndar fleiri löndum á árinu 2011. Þessi hreyfing hefur gengið undir nafninu M-15 hreyfingin.
Spænska dagblaðið El País bendir á að hinn nýi flokkur sé nú orðinn fjórði stærsti stjórnmálaflokkurinn á Spáni. Blaðið segir að flokkurinn sé enn í mótun og enginn formleg forystusveit sé orðin til. Helztu foringjar flokksins koma úr röðum háskólamanna.
Podemos er til marks um að þau umbrot sem nú hafa orðið í evrópskum stjórnmálum snúast ekki bara um flokkaskipan á hægri kantinum.
Auk Podemos á Spáni náði hreyfingu Beppe Grilló miklum árangri á Ítalíu en erfitt hefur reynzt að skilgreina þá hreyfingu skv. hefðbundnum mælikvörðum. Í Grikklandi vann SYRIZA, bandalag vinstri manna umtalsverðan sigur. En að hluta til á það líka við um Gullna Dögun, gríska ný-fasistaflokkinn.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð
Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.
Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag
Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópusambandsins.
Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópusambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu og forseti framkvæmdastjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.