Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Podemos er nýtt afl í spænskum stjórnmálum

-sprottinn upp úr M-15 mótmælahreyfingunni


Styrmir Gunnarsson
29. maí 2014 klukkan 07:46

Nýr stjórnmálaflokkur á Spáni, sem stofnaður var um miðjan marz sl. fékk hvorki meira né minna en 1,2 milljónir atkvæða í kosningunum til Evrópuþingsins fyrir og um síðustu helgi og fimm menn kjörna á Evrópuþingið.

Þetta er ekki flokkur sem staðsettur er yzt á hægri kanti stjórnmála heldur þvert á móti. Hann telst vera yzt til vinstri.

Flokkurinn heitir Podemos og er sprottinn upp úr mótmælahreyfingu gegn aðhaldi í efnahagsmálum, sem varð til í Madrid og reyndar fleiri löndum á árinu 2011. Þessi hreyfing hefur gengið undir nafninu M-15 hreyfingin.

Spænska dagblaðið El País bendir á að hinn nýi flokkur sé nú orðinn fjórði stærsti stjórnmálaflokkurinn á Spáni. Blaðið segir að flokkurinn sé enn í mótun og enginn formleg forystusveit sé orðin til. Helztu foringjar flokksins koma úr röðum háskólamanna.

Podemos er til marks um að þau umbrot sem nú hafa orðið í evrópskum stjórnmálum snúast ekki bara um flokkaskipan á hægri kantinum.

Auk Podemos á Spáni náði hreyfingu Beppe Grilló miklum árangri á Ítalíu en erfitt hefur reynzt að skilgreina þá hreyfingu skv. hefðbundnum mælikvörðum. Í Grikklandi vann SYRIZA, bandalag vinstri manna umtalsverðan sigur. En að hluta til á það líka við um Gullna Dögun, gríska ný-fasistaflokkinn.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS