Þriðjudagurinn 9. ágúst 2022

Sjálfstæðis­flokkurinn verður nú sameinaðri um afturköllun ESB-umsóknar


Styrmir Gunnarsson
1. júní 2014 klukkan 09:25

Það hafa alltaf verið skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stuðningsmenn aðildar innan flokksins hafa lengst af komið úr viðskiptalífinu, og líklegt að þar hafi menn litið til þrengri daglegra hagsmuna en þeir sem horft hafa á málið af öðrum sjónarhóli.

Stuðningsmenn aðildar innan flokksins hafa ekki verið margir en þeir hafa verið háværir og ekkert við því aðsegja. Auðvitað á fólk að halda fram sjónarmiðum sínum.

Þessi hávaðasama gagnrýni hefur villt einhverjum sýn, sem hafa talið að það væri ágreiningur um ESB-málið en ekki önnur mál, sem væri að draga úr styrk Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem hafa litið á málið með þeim hætti en þó í hjarta sínu verið andstæðingar aðildar hafa gjarnan haldið því fram að andstæðingar aðildar væru að eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn með kraftmiklum málflutningi gegn aðild.

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn gengið í gegnum ákveðna eldraun og komist betur í gegnum hana en nokkur þorði að vona fyrir kosningar.

Í því felst að þeir sem þannig hafa talað geta ekki lengur haldið því fram að það að fylgja eftir afstöðu yfirgnæfandi meirihluta Sjálfstæðismanna til ESB-umsóknarinnar þýði að verið sé að veikja þennan merka flokk.

Væntanlega þýðir sú niðurstaða að allir andstæðingar aðildar innan Sjálfstæðisflokksins geta nú gengið í takt og unnið að því með flokksforystunni að aðildarumsóknin verði dregin til baka en þjóðaratkvæðagreiðslan sem hefði átt að fara fram sumarið 2009 um grundvallarafstöðu þjóðarinnar til ESB fari fram á þessu kjörtímabili.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS