Reglulega berast nýjar fréttir af hernaðarlegum umsvifum Rússa á Norðurslóðum. Nú eru rússneskar sprengjuþotur aftur komnar á kreik við Norður-Noreg og eins og áður fyrr eru bækistöðvar þeirra á Kola-skaga. Gamlar herstöðvar sem búið var að loka þar eru opnaðar á ný. Reyndar er það að gerast á öllu umráðasvæði Rússa í Norðurhöfum. Þeir eru að opna aftur herstöðvar á afskekktum eyjum hér og þar
Til viðbótar er orðið ófriðlegt í Eystrasalti. Ríkin sem land eiga að Eystrasalti, Svíþjóð, Finnland, Danmörk og Eystrasaltsríkin finna öll fyrir því. Þar eru rússneskar herþotur, kafbátar og herskip á ferð í stórauknum mæli.
Í þessu ljósi eru hugmyndir Thorvalds Stoltenberg, fyrrum utanríkisráðherra Noregs, um sameiginlegt öryggis-og varnarmálaráð Norðurlanda meira en athyglisverðar. En frá þeim var sagt fyrir skömmu hér á Evrópuvaktinni.
Þessi auknu hernaðarumsvif Rússa snerta þessar þjóðir allar.
Í ljósi þess að mynztrið í þessum umsvifum Rússa er mjög svipað því sem var á árum kalda stríðsins eru meiri líkur en minni á því að næstu mánuði eða misseri muni þessi sömu umsvif nálgast Ísland. Líklegt er að það sama gerist við Færeyjar.
Enn sem komið er mætti ætla að alþingismenn taki ekki eftir því sem er að gerast hér í okkar heimshluta. Þó hljóta þeir að hafa fengið áhyggjur starfsbræðra sinna á öðrum Norðurlöndum beint í æð á fundi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi á dögunum.
Það er fullt tilefni til að hugmyndir Thorvalds Stoltenberg verði ræddar hér. Við eigum ekki minni hagsmuna að gæta en aðrar Norðurlandaþjóðir.
Það getur verið mjög gagnlegt fyrir Norðurlandaþjóðirnar að hafa slíkan formlegan samráðsvettvang, þar sem þær geta borið saman bækur sínar og miðlað upplýsingum sín í milli.
Alþingi á ekki að bíða eftir frumkvæði frá utanríkisráðuneytinu.
Alþingi á sjálft að hafa frumkvæði að því að taka þessi málefni og þar á meðal hugmyndir Stoltenbergs til umræðu.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð
Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.
Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag
Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópusambandsins.
Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópusambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu og forseti framkvæmdastjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.