Föstudagurinn 15. janúar 2021

Það eru ekki hagsmunir Íslands að verða peð á taflborði evrópsks stórríkis og Evrasíu­sambandsins


Styrmir Gunnarsson
5. janúar 2015 klukkan 00:01

Stofnun og starfræksla Evrasíusambandsins, sem sagt hefur verið frá í fréttum Evrópuvaktarinnar vekur hóflega athygli og sumir, eins og einn dálkahöfundur euobserver, telja það andvana fætt vegna þess að Rússar hafi ekki efni á því.

Því er ætlað að verða eins konar mótvægi við Evrópusambandið.

Það vekur hins vegar athygli að á fyrsta degi leggur sendiherra Rússlands hjá Evrópusambandinu gífurlega áherzlu á að ESB taki upp formlegar viðræður við Evrasíusambandið. Þær eiga að hans mati að snúast um myndun sameiginlegs efnahagssvæðis ESB og Evrasíusambandsins.

Kannski finnst einhverjum Evrasíusambandið svo fjarlægt okkur að ekki sé ástæða til að gefa því gaum. Þó er ástæða til að staldra við af eftirfarandi ástæðum:

Aðildarumsókn Íslands að ESB hefur ekki verið dregin til baka, þótt viðræðum hafi verið hætt. Á meðan svo er líta aðrar þjóðir svo á að við séum í einhvers konar tengslum við ESB auk aðildarinnar að EES.

Öll athygli Evrópusambandsins beinist nú að því sem er að gerast á austurlandamærum þess vegna Úkraínudeilunnar og líklegt að svo verði áfram í næstu framtíð.

Til viðbótar kemur svo tillaga Rússa um myndun sameiginlegs efnahagssvæðis milli ESB og Evrasíusambandsins og Evrópusambandið hlýtur að taka afstöðu til þeirra hugmynda.

Þýzkaland ræður að langmestu leyti för innan ESB. Innan Þýzkalands er skoðanamunur um samstarfið í austurátt. Því tengjast miklir viðskiptahagsmunir fyrir Þjóðverja. Áhrifamikil öfl innan þýzku ríkisstjórnarinnar vilja ekki ganga lengra en gert hefur verið í refsiaðgerðum gagnvart Rússum. Ekki er óhugsandi að þau muni líta á Evrasíusambandið sem farveg fyrir bætt samband við Rússa og um leið opnun til austurs.

Allt getur þetta verið jákvætt fyrir ríkin á meginlandi Evrópu en það þýðir ekki að það þurfi að vera æskilegt fyrir Ísland að verða aðili að slíkri þróun.

Evrópa er klofin í herðar niður í afstöðu til þess,hvort halda eigi áfram sameiningarþróun í Evrópu eða ekki.

Það er alveg ljóst að það hentar ekki hagsmunum Íslands að verða öreining í slíku evrópsku stórríki.

Þegar við bætist að það áformaða evrópska stórríki kann að standa í viðræðum næstu árin um einhvers konar samrunaþróun til austurs ætti það eitt og sér að duga til þess að alþingismenn skilji mikilvægi þess að aðildarumsókn Íslands sé ekki á þvælingi í Brussel.

Þetta er pólitík, sem við eigum ekkert erindi inn í og verður sífellt meira stórmál að við horfum til annarra átta.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS