Þriðjudagurinn 24. maí 2022

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð


Styrmir Gunnarsson
8. mars 2015 klukkan 10:00

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Einhverjir kunna að segja, að þeir geti sjálfum sér um kennt vegna spillingar sem m.a. kemur fram í því að þeir borga helzt ekki skatta ef þeir komast hjá því en á móti kemur að það er ekki einleikið hvað Miðjarðarhafsríkin hafa farið illa út úr evrusamstarfinu. Það á við um Ítali, Spánverja og Portúgala. Þótt stjórnvöld á Spáni telji sig hafa náð miklum árangri er ljóst að það er ekki upplifun almennings á Spáni.

Atburðarás síðustu daga og vikna í samskiptum Grikkja og annarra evruríkja sýnir að þeir ráða hvorki fjármálum sínum eða öðrum málum. Þeir verða að leggja allar aðgerðir sínar í ríkisfjármálum undir Brussel, sem leggur mat á það hvort þær aðgerðir samræmast lánaskuldbindingum þeirra.

Það er gagnlegt fyrir fólk hér á Íslandi að fylgjast með þessum samskiptum. Þau sýna að það er ekkert að marka málflutning aðildarsinna að ESB hér, sem segja að það skipti svo miklu máli að hafa rödd við borðið.

Sú rödd skiptir Grikki engu máli.

Hún er bara til málamynda.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

Það eru ekki hagsmunir Íslands að verða peð á taflborði evrópsks stórríkis og Evrasíu­sambandsins

Stofnun og starfræksla Evrasíu­sambandsins, sem sagt hefur verið frá í fréttum Evrópu­vaktarinnar vekur hóflega athygli og sumir, eins og einn dálkahöfundur euobserver, telja það andvana fætt vegna þess að Rússar hafi ekki efni á því. Því er ætlað að verða eins konar mótvægi við Evrópu­sambandið.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS