Mesta aðstoð við Evrópuríki frá dögum Marshall-hjálparinnar
Björgunaraðgerðir ESB og AGS við Grikkja, sem samþykktar voru á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í Brussel síðdegis í dag eru taldar mestu aðgerðir af því tagi frá því, að Bandaríkjamenn höfðu forystu um Marshall-aðstoðina svonefndu við Evrópuríkin eftir stríð. Þessu er haldið fram á vef Wall Street Journal nú undir kvöldið.
Grænlendingar semji sjálfir um heimskautasvæðin
Lars Emil Johansen, þingmaður á danska þjóðþinginu fyrir grænlenska Siumut-flokkinn og fyrrverandi forsætisráðherra (landstjórnarformaður) á Grænlandi, vill, að danska ríkisstjórnin afsali samningsréttinum vegna málefna norðurskautsins og yfirráða í Norður-Íshafi í hendur grænlenskra stjórnvalda, að...
Hvatt til niðurskurðar á Spáni
Vaxandi kröfur eru á Spáni um strangari aðhaldsaðgerðir í opinberum fjármálum í kjölfar atburðanna í Grikklandi síðustu daga og lækkunar á lánshæfismati Spánar og Portúgals fyrir nokkrum dögum að sögn Financial Times.
Grikkir samþykkja aðhaldsaðgerðir- Papandreou til Brussel
Gríska ríkisstjórnin samþykkti í morgun aðhaldsaðgerðir, sem Evrópusambandið og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn gerðu kröfu um gegn því að lána Grikklandi háar fjárhæðir til að forða gjaldþroti landsins. Þetta kom fram á ríkisstjórnarfundi í Aþenu í morgun, sem sjónvarpað var frá. Papandreou, forsætisráðherra sagði við það tilefni, að gríska þjóðin yrði að færa miklar fórnir af þessum sökum.
ESB-aðild kippir löppunum undan rekstri Isavia
Aðild Íslands að Evrópusambandinu kippir grundvelli undan rekstri hins nýja opinbera hlutafélags Isavia, sem annast rekstur flugvallaö og flugleiðsöguþjónustu í landinu. Með ESB-aðild verður sala á tollfrjálsum varningi bönnuð í Leifsstöð, hún nemur nú um fjórum milljörðum á ári.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, flutti 1. maí-ræðu á Ísafirði í gær. Athygli vekur, að hann nefndi aðild Íslands að ESB ekki á nafn í þeirri ræðu. Hann fjallaði heldur ekki um nauðsyn þess að taka upp evru. Og þó er forseti ASÍ sjálfur í sérstökum vinnuhópi á vegum samninganefndar Íslands við E...