Föstudagurinn 6. desember 2019

Þriðjudagurinn 4. maí 2010

«
3. maí

4. maí 2010
»
5. maí
Fréttir

184.000 neitað um hæli á ESB/Schengen svæðinu

Samkvæmt nýjum tölum frá EUROSTAT, hagstofu Evrópu­sambandsins, um hælisleitendur á ESB/Schengen svæðinu á árinu 2009, leituðu alls 30 eftir hæli hér á landi á árinu og var fimm þeirra veitt leyfi til að dveljast hér áfram af mannúðarástæðum eða um 20%, sem er líkt hlutfall og í mörgum öðrum ríkjum við afgreiðslu á hælisumsóknum. Að meðaltali hlutu 27% umsókna jákvæða afgreiðslu.

Gosfundi ESB-samgöngu­ráðherra lokið - vilja meira samstarf

Kostnaður við að koma á einu evrópsku flug­stjórnar­svæði (SESAR) vex mörgum í augum en talið er, að tæknibúnaður vegna þess muni kosta samtals 30 milljarði evra. Að lokum verða það flugfélögin, sem standa að mestu undir þessari fjárfestingu.

Írskur ráðherra kemst ekki á gosfund í Brussel

Samgöngu­ráðherra Írlands gat ekki tekið þátt í fundi ESB-samgöngu­ráðherra í Brussel þriðjudaginn 4. maí, þar sem aska úr Eyjafjallajökli lokaði flugvöllum á Írlandi. Á dagskrá fundarins er meðal annars að ræða áhrif eldgossins á flugumferð í Evrópu, tjón flug­félaga og hvort koma eigi á fót einu evró...

Milljón nöfn til að hafa áhrif á framkvæmda­stjórnina

Samkvæmt Lissabon-sáttmálanum skuldbindur áskorun, sem ein milljón íbúa í ESB-löndum hefur ritað undir, framkvæmda­stjórn ESB til að huga að laga­frumvarpi um viðkomandi mál. Framkvæmda­stjórnin hefur nú kynnt hugmyndir um framkvæmd þessa ákvæðis sáttmálans. Í sáttmálanum er ekki að finna nákvæma útfærslu á ákvæðinu.

Stoltenberg: Serbía á undan Noregi í ESB

Jens Stoltenberg, forsætis­ráðherra Noregs, sagði á blaðamannafundi í Ósló 3. maí, að Serbía yrði fyrr aðili að Evrópu­sambandinu en Noregur. Boris Tadic, forseti Serbíu, þakkaði Stoltenberg tillitssemina. Tadic hefur verið í opinberri heimsókn í Noregi og á sameiginlegum blaðamannafundi hans og Stol...

Evrópskt lánshæfismats­fyrirtæki?

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands hefur gefið til kynna stuðning við stofnun evrópsks lánshæfismats­fyrirtækis. Þau þrjú fyrirtæki, sem mestu skipta á þessu sviði eru öll bandarísk. Merkel hefur lýst þeirri skoðun, að evrópskt lánshæfismats­fyrirtæki mundi ekki vera jafn mikið undir áhrifum skammtímahagsmuna eins og bandarísku fyrirtækin.

Slóvakar tregir til að aðstoða Grikki

Slóvakar eru tregir til að taka þátt í björgunaraðgerðum vegna Grikklands. Við treystum ekki Grikkjum, segir forsætis­ráðherra Slóvakíu, Robert Fico. Hann segir að Slóvakar muni ekki reiða fram fé til Grikklands fyrr en gríska þingið hafi samþykkt lög um launalækkun, skerðingu á lífeyri og hlunnindum.

ESB krefst árlegrar birtingar á nöfnum bænda

Evrópu­sambandið gerir kröfu til þess, að Ísland birti ár hvert lista með nöfnum þeirra bænda, sem fá greiðslur úr almanna­sjóðum, sem ESB nefnir styrki og þá sem greiðslurnar fá styrkþega. Þetta kemur fram í Greiningarskýrslu framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins til Evrópu­þingsins og ráðherraráðsins vegna aðildarumsóknar Íslands.

Leiðarar

Mikilvægt fordæmi í Barentshafi

Fyrir réttri viku sömdu Norðmenn og Rússar um markalínu á milli yfirráðasvæða sinna í Barentshafi. Í tæp 40 ár hafa þjóðirnar deilt um, hvernig skipta bæri um 170 þúsund ferkílómetra haf­svæði, þar sem fulltrúar beggja töldu sig hafa góð lögfræðileg rök fyrir sjónarmiðum sínum. Í Barentshafi varð til hið dæmigerða „gráa svæði“ milli nágrannaríkja.

Pistlar

Þorskastríðin að engu gerð

Ef Ísland gengi í Evrópu­sambandið yrðu þorskastríðin og sá árangur sem náðist í þeim að engu gerður. Það er ekki flóknara en það. Yfir­stjórn sjávar­útvegsmála við landið, og þar með í reynd yfirráðin yfir auðlindum Íslandsmiða, yrði færð í hendurnar á stjórnmálamönnum og embættismönnum sem við Íslendingar hefðum ekkert yfir að segja.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS