Hart deilt um framsal veiðikvóta milli ESB-ríkja
Harðar deilur urðu um, hvort heimila ætti framsal fiskveiðikvóta á milli landa, á óformlegum fundi sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Vigo á Spáni 4. og 5. maí. Spánverjar vilja slíkt kvótaframsal en Frakkar eru í forystu þeirra, sem leggjast eindregið gegn því. Javier Garar, framkvæmdastjóri ...
Spánverjar verjast orðrómi um AGS-aðstoð
Orðrómur fer um kauphallir Evrópu þess efnis, að Spánverjar muni leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. José Luis Zapatero, forsætisráðherra, ber þetta til baka. Franska blaðið Le Figaro segir, að eftir að allra augu hafi undanfarið beinst á „gríska harmleiknum“ sé nú nýr þáttur hafinn og hann snúist um Spán.
Búlgörsk ráðherradóttir fær ESB-landbúnaðarstyrk
Galina Dimitrova Peicheva- Miteva, 27 ára dóttir Dimitars Peichevs, sem var varalandbúnaðarráðherra í Búlgaríu þar til í júlí 2009 fékk 700.000 evrur í landbúnaðarstyrk frá ESB á árinu 2009. Vararáðherrann annaðist afgreiðslu umsókna á slíkum styrkjum í Búlgaríu. Galina Dimitrova Peicheva-Miteva...
Verkfall í Grikklandi-verðfall á mörkuðum
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands lýsti því yfir í þýzka þinginu í morgun, að framtíð Evrópusambandsins væri í húfi og að framtíð Þýzkalands innan ESB væri í húfi vegna vandamála Grikkja. Gert er ráð fyrir að þýzka þingið greiði atkvæði um björgunaraðgerðirnar vegna Grikklands á föstudag. Almenn verkföll eru í Grikklandi í dag og þjóðlífið lamað.
ESB greiðir fyrir landareign en ekki framleiðslu-skýrir áhuga fjárfesta á jörðum
Munurinn á greiðslum Íslands og Evrópusambandsins til landbúnaðar er sá, að á Íslandi fá bændur greiðslur úr almannasjóðum í beinu samhengi við það sem þeir framleiða en í Evrópusambandinu taka greiðslur ekki mið af framleiðslu heldur landareign. Þeir sem eiga mikil lönd fá miklar greiðslur, þótt jarðirnar séu ekki notaðar til framleiðslu.
Jafnaðarmenn berjast fyrir hagsmunum stórjarðeigenda
Grundvallarmunur er á greiðslum úr almannasjóðum til landbúnaðar á Íslandi og í Evrópusambandinu. Á Íslandi ganga greiðslur beint til bænda í beinu samhengi við framleiðslu þeirra. Aukist framleiðslan hækka greiðslur. Minnki framleiðslan lækka greiðslur. Í aðildarríkjum Evrópusambandsins eru greiðslur til landbúnaðar miklar en tengjast ekki framleiðslu heldur landareignum.
Evrópusambandið hefur lengi verið þekkt fyrir skrifræði og stofnanabákn. Sú tilhneiging kemur skýrt fram í greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar þess um Ísland, þar sem hér og þar má sjá kröfur um fleiri stofnanir á Íslandi. Skýrt dæmi um þetta kemur fram í viðtali Evrópuvaktarinnar við Harald Benediktsson, formann Bændasamtakanna.