Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Miðvikudagurinn 5. maí 2010

«
4. maí

5. maí 2010
»
6. maí
Fréttir

Hart deilt um framsal veiðikvóta milli ESB-ríkja

Harðar deilur urðu um, hvort heimila ætti framsal fiskveiðikvóta á milli landa, á óformlegum fundi sjávar­útvegs­ráðherra ESB-ríkjanna í Vigo á Spáni 4. og 5. maí. Spánverjar vilja slíkt kvótaframsal en Frakkar eru í forystu þeirra, sem leggjast eindregið gegn því. Javier Garar, framkvæmda­stjóri ...

Spánverjar verjast orðrómi um AGS-aðstoð

Orðrómur fer um kauphallir Evrópu þess efnis, að Spánverjar muni leita aðstoðar Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins. José Luis Zapatero, forsætis­ráðherra, ber þetta til baka. Franska blaðið Le Figaro segir, að eftir að allra augu hafi undanfarið beinst á „gríska harmleiknum“ sé nú nýr þáttur hafinn og hann snúist um Spán.

Búlgörsk ráðherra­dóttir fær ESB-landbúnaðarstyrk

Galina Dimitrova Peicheva- Miteva, 27 ára dóttir Dimitars Peichevs, sem var varalandbúnaðar­ráðherra í Búlgaríu þar til í júlí 2009 fékk 700.000 evrur í landbúnaðarstyrk frá ESB á árinu 2009. Vara­ráðherrann annaðist afgreiðslu umsókna á slíkum styrkjum í Búlgaríu. Galina Dimitrova Peicheva-Miteva...

Verkfall í Grikklandi-verðfall á mörkuðum

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands lýsti því yfir í þýzka þinginu í morgun, að framtíð Evrópu­sambandsins væri í húfi og að framtíð Þýzkalands innan ESB væri í húfi vegna vandamála Grikkja. Gert er ráð fyrir að þýzka þingið greiði atkvæði um björgunaraðgerðirnar vegna Grikklands á föstudag. Almenn verkföll eru í Grikklandi í dag og þjóðlífið lamað.

ESB greiðir fyrir landareign en ekki framleiðslu-skýrir áhuga fjárfesta á jörðum

Munurinn á greiðslum Íslands og Evrópu­sambandsins til landbúnaðar er sá, að á Íslandi fá bændur greiðslur úr almanna­sjóðum í beinu samhengi við það sem þeir framleiða en í Evrópu­sambandinu taka greiðslur ekki mið af framleiðslu heldur landareign. Þeir sem eiga mikil lönd fá miklar greiðslur, þótt jarðirnar séu ekki notaðar til framleiðslu.

Leiðarar

Jafnaðarmenn berjast fyrir hagsmunum stórjarð­eigenda

Grundvallar­munur er á greiðslum úr almanna­sjóðum til landbúnaðar á Íslandi og í Evrópu­sambandinu. Á Íslandi ganga greiðslur beint til bænda í beinu samhengi við framleiðslu þeirra. Aukist framleiðslan hækka greiðslur. Minnki framleiðslan lækka greiðslur. Í aðildarríkjum Evrópu­sambandsins eru greiðslur til landbúnaðar miklar en tengjast ekki framleiðslu heldur landareignum.

Í pottinum

120 í stað fjögurra

Evrópu­sambandið hefur lengi verið þekkt fyrir skrifræði og stofnanabákn. Sú tilhneiging kemur skýrt fram í greiningarskýrslu framkvæmda­stjórnar þess um Ísland, þar sem hér og þar má sjá kröfur um fleiri stofnanir á Íslandi. Skýrt dæmi um þetta kemur fram í viðtali Evrópu­vaktarinnar við Harald Benediktsson, formann Bænda­samtakanna.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS