Sunnudagurinn 7. mars 2021

Laugardagurinn 15. maí 2010

«
14. maí

15. maí 2010
»
16. maí
Fréttir

Þrengt að Wall Street

Yfirvöld í Bandaríkjunum þrengja nú mjög að fjármálafyrirtækjum. Á fimmtudag samþykkti öldunga­deildin lög, sem banna bönkum að snúa sér beint til lánshæfismatsfyrirtækja til þess að fá lánshæfismat á fjármálaafurðir. Þess í stað verði óháður aðili fenginn til þess að ákveða hvaða lánshæfismats­fyrirtæki taki að sér viðkomandi mat.

Ríkar þjóðir auka enn skuldir sínar

Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn segir í skýrslu, sem birt var í gær, að ríkustu þjóðir heims auki enn skuldir sínar, þrátt fyrir vísbendingar um efnahagsbata. Sjóðurinn hvatti til hækkunar neyzluskatta og virðisaukaskatts til þess að draga úr hallarekstri og skuldasöfnun.

Gagnsókn ESB á fjármálamörkuðum að fjara út

Gagnsókn Evrópu­sambandsins á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, sem hófst sl. mánudag með 750 milljarða evra björgunaraðgerðum til þess að styrkja stöðu evrunnar er að fjara út. Þetta kemur fram í evrópskum dagblöðum í morgun. Ein meginástæða er sú að fjárfestar telja, að aðhaldsaðgerðir ríkis­stjórna margra evrulanda geti dregið úr hagvexti og leitt til þjóð­félags­átaka.

Fjármála­ráðherra Frakka: Sarkozy hótaði ekki vegna evrunnar

Christine Lagarde, fjármála­ráðherra Frakka, segir rangt, að Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hafi hótað að segja skilið við evruna.

Leiðarar

ESB-aðildar­stefna byggð á blekkingum

Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, hóf ræðu sína á alþingi föstudaginn 14. maí í umræðum um skýrslu sína um utanríkismál á því að nefna Icesave-deiluna til sögunnar. Sagði Össur hana erfiðustu milliríkjadeilu Íslendinga frá upphafi lýðveldisins. Hún hefði sýnt, hvað mikilvægt væri að hafa öflu...

Pistlar

Upplýsinga­gjöf Össurar

Í ræðu sinni á Alþingi í gærmorgun,um utanríkismál sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra m.a.: “Það er mikilvægt að hafa umsóknarferlið eins opið og gagnsætt og hægt er, ekki sízt til að eyða tortryggni og misskilningi, sem jafnvel örlar stundum á hjá stöku háttvirtum þingmanni og jaf...

Í pottinum

Hverjir skaða samningshagsmuni Íslands?

Í ræðu sinni á Alþingi í gær, föstudag, um utanríkismál sagði Össur Skarphéðinsson m.a.: „Samningsafstaða Íslands í einstökum málum verður opinber þegar hún liggur fyrir og önnur gögn, svo fremi samningafólk okkar telji það ekki skaða samningshagmuni Íslands eins og þeir eru á hverjum tíma.“ ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS