Laugardagurinn 16. febrúar 2019

Sunnudagurinn 16. maí 2010

«
15. maí

16. maí 2010
»
17. maí
Fréttir

Merkel segir neyðar­sjóð aðeins til að kaupa tíma fyrir evruna

Hinn risavaxni neyðar­sjóður, sem stofnaður til að bjarga evrunni, dugar að eins til að kaupa tíma, þar til tekist hefur að hreinsa upp fjárlagahalla evru-ríkjanna 16 að mati Angelu Merkel, kanslara Þýsklands.

Fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar um aðildarumsókn á Alþingi

Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þing­flokks Framsóknar­flokksins hefur lagt fram á Alþingi svohljóðandi fyrirspurn til forsætis­ráðherra: “1. Hvaða vinnuhópar, ef einhverjir eru, innan ráðuneytisins eða undir­stofnana þess fjalla um málefni tengd umsókn um aðild að Evrópu­sambandinu? 2. Hversu...

Rússar nota fjármálakreppuna til að styrkja stöðu sína í Evrópu

Stjórnvöld í Moskvu velta því fyrir sér, hvernig Rússar geti styrkt stöðu sína, pólitískt og efnahagslega gagnvart ESB-ríkjum og notað það tækifæri, sem fjármálakreppan í evruríkjunum skapi. Þetta kemur fram í skjali, sem talið er að hafi verið lekið af ásettu ráði í rússneska útgáfu bandaríska vikuritsins Newsweek. Talið er að höfundur skjalsins sé Sergei Lavrov, utanríkis­ráðherra Rússlands.

Grikkir birta nöfn skattsvikara

Grísk stjórnvöld hafa tekið til við að birta nöfn skattsvikara opinberlega. Fjármála­ráðuneytið í Aþenu hefur birt nöfn 57 lækna, sem eru taldir hafa svikið undan skatti, látið hjá líða að gefa sjúklingum sínum kvittun fyrir greiðslu eða skrá heimsóknir þeirra.

Rússar vilja opna Gazprom leið inn í ESB

Rússar gera kröfu um, að Evrópu­sambandið breyti lögum, sem flækja tilraunir Gazprom, rússneska orkurisans til þess að kaupa upp keppinauta innan Evrópu­sambandsins.

Versta staða Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni

Jean-Claude Trichet, banka­stjóri Seðlabanka Evrópu, telur, að Evrópa kunni að standa frammi fyrir alvarlegasta vanda sínum í 65 ár.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS