Cameron og Sarkozy vilja breyta bankakerfinu
David Cameron, nýr forsætisráðherra Bretlands, og Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, sögðu að loknum fundum sínum í París fimmtudaginn 20. maí, að þeir hefðu lagt grunn að nýju samstarfi. Hétu þeir að vinna saman að mótun nýrra hnattrænna reglna um fjármálakerfið. Þá greindi á um evruna og virtu ...
Breskir íhaldsmenn milda ESB-efahyggju
Struan Stevenson, skoskur íhaldsþingmaður á ESB-þinginu, segir að „engar líkur“ séu á því, að breskir íhaldsmenn taki aftur sæti í þingflokki EPP, European People's Party.
ESB-þingmenn samþykkja 240.000 ISK hækkun til sín
Þingmenn á ESB-þinginu hafa samþykkt að auka starfsliðsgreiðslur til sín.
Pólitísk spenna eykst vegna evru-krísunnar
Á forsíðu The Times í London blasir í dag, fimmtudag, við fyrirsögnin: „Evran er í hættu“ , og er þetta tilvitnun í það, sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær, þegar hún ræddi afleiðingar þess, ef ekki tækist á ná tökum á evrukrísunni, því að afleiðingar þess væru „ófyrirsjáanlegar...
Fjárveitingavald Alþingis til Brussel?
Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann spyr í ljósi umræðna á vettvangi Evrópusambandsins, hvort Íslendingar telji koma til greina að flytja fjárveitingavaldið til Brussel. Í grein sinni segir þingmaðurinn m.a.: “Nú liggur fyr...
Flótti yfir í svissneska franka
Skortsölubannið í Þýzkalandi leiddi til fjármagnsflótta yfir í svissneska franka. Í gærmorgun voru tæplega 10 milljarðar evra fluttar til Sviss á nokkrum klukkustundum. Svissneski seðlabankinn greip inn í markaðinn til þess að halda gengi frankans niðri. Sú aðgerð leiddi til styrkingar evrunnar gagnvart dollar.
Cameron til fundar við Sarkozy og Merkel
David Cameron, hinn nýi forsætisráðherra Breta mun eiga fund með Sarkozy, forseta Frakklands í kvöld og Angelu Merkel, kanslara Þýzkalands á morgun. Talið er að Cameron muni standa gegn hugmyndum þýzka kanslarans um breytingar á Lissabon-sáttmálanum til þess að auka rétt og áhrif framkvæmdastjórnarinnar í Brussel til afskipta af fjárlögum einstakra aðildarríkja.
Búizt við víðtækum verkföllum í Grikklandi
Gert er ráð fyrir víðtækum verkföllum í Grikklandi í dag, að sögn brezka útvarpsins BBC í morgun. Verkfallsaðgerðum er beint gegn aðhaldsaðgerðum grískra stjórnvalda. Gert er ráð fyrir, að stjórnarskrifstofur verði lokaðar svo og bankar og skólar. Ennfremur verði aðeins bráðaaðgerðir á spítölum.
Þjóðverjar undirbúa frekari aðgerðir-þrýstingur frá þýzkum kjósendum
Þýzk stjórnvöld undirbúa frekari aðgerðir til þess að koma böndum á fjármálamarkaði í kjölfar einhliða banns Þjóðverja við sérstakri tegund skortsölu í fyrrakvöld. Þýzka dagblaðið Handelsblatt segir, að þær felist í eftirliti með fjárlagagerð aðildarríkja evrunnar, ströngum refsiaðgerðum brjóti evruríki reglur um skuldasöfnun og missi atkvæðisréttar innan ráðherraráðsins.
Fréttablaðið leggst í ESB-duftið
Samkomulag hefur tekist um kaup Seðlabanka Íslands á íslenskum skuldabréfum í eigu seðlabanka Lúxemborgar.