Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Þriðjudagurinn 25. maí 2010

«
24. maí

25. maí 2010
»
26. maí
Fréttir

Strauss-Kahn: evran stenst hremmingarnar

Dominique Strauss-Kahn, for­stjóri Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins (AGS), fullvissaði fréttamenn í Sao Paulo í Brasilíu þriðjudag, 25. maí, að evran stæðist þær hremmingar, sem nú gengju yfir hana, þrátt fyrir verðfall á hluta­bréfamörkuðum og peningaflótta í skjól dollarans. Þegar fréttamenn spurðu, hvort...

Barroso: Tillögur Þjóðverja vegna evru-krísu „barnalegar“

José Manuel Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar ESB, gerir harða hríð að Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og ríkis­stjórn hennar í viðtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung, sem birtist þriðjudaginn 25. maí. Hann telur fráleitt, að þörf sé á breytingum á stjórnar­skrá ESB til að unnt sé að samhæfa...

Joschka Fischer: Merkel klúðraði sögulegu tækifæri sínu

Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkis­ráðherra Þýskalands, er ómyrkur í máli í gagnrýni sinni á Angelu Merkel í viðtali við Der Spiegel 24. maí. Hann segir kanslarann hafa fengið sögulegt tækifæri síðustu vikur til að sýna leiðtogahæfileika sína. Hún hafi hins vegar klúðrað því og þar með ekki fetað...

Pöhl: Lítil ríki yfirgefi evru-svæðið

Karl Otto Pöhl, fyrrverandi banka­stjóri þýska seðlabankans, segir í viðtali við Der Spiegel, að evran sé ekki í hættu, en sum lítil ríki eigi að segja skilið við hina sameiginlegu mynt.

Alvarleg gagnrýni AGS á Spán

Alvarleg gagnrýni Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins á stöðu efnahagsmála á Spáni í gær átti þátt í því að evran lækkaði um 1,5% í viðskiptum. Sjóðurinn telur að Spánverjar verði að ná fram miklum umbótum á vinnu­markaðnum og lífeyriskerfinu auk þess að styrkja og efla bankakerfi landsins. Þá eru Spánverjar hvattir til að hækka eftirlaunaaldur í 67 ár.

Lántökukostnaður evrópskra banka hærri

Evrópskir bankar verða nú að borga hærri vexti í millibankaviðskiptum heldur en bankar í Bandaríkjunum og í Asíu. Þetta kom fram í Wall Street Journal í morgun. Ástæðan er talin vera að fjárfestar hafi vaxandi áhyggjur af evrópsku bönkunum vegna fjármálakreppunnar á evru­svæðinu. Vextir í millibankaviðskiptum banka í Evrópu hafa ekki verið hærri í tæpt ár.

Atvinnuleysi í Svíþjóð nálgast 10%

Atvinnuleysi í Svíþjóð er að nálgast 10% og er því að verða svipað og hér á Íslandi. Það jókst á milli mánaða og var orðið 9,8% í apríl en hafði verið9,1% í marz.

Hluta­bréf féllu á Norðurlöndum og um alla Evrópu í morgun

Mikil verðlækkun varð á hluta­bréfum í kauphöllum á Norðurlöndum í morgun. Fallið varð um 4% í Osló og um 3,6% í Kaupmannahöfn. Hið sama gerðist víðar í Evrópu. Hluta­bréf í Bretlandi féllu um tæplega 3% og sambærileg lækkun varð í Asíu í nótt. Meginástæðan er talin vera skuldakreppan á evru­svæðinu, þótt fleira komi til svo sem spenna á milli ríkjanna tveggja á Kóreuskaganum. “

Leiðarar

Leynd og blekking í ESB-viðræðum

Fyrir helgi skýrði Carl Bildt, utanríkis­ráðherra Svíþjóðar, frá því á vefsíðu sinni, að hann mundi hitta Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra Íslands, á óformlegum fundi föstudaginn 21. maí. Þótt ekki hafi enn verið skýrt frá fundinum á vefsíðu utanríkis­ráðuneytisins, er gengið að því sem vísu, a...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS