Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Miðvikudagurinn 26. maí 2010

«
25. maí

26. maí 2010
»
27. maí
Fréttir

ESB: Sérstakur bankaskattur gegn hruni

Framkvæmda­stjórn Evrópu hefur lagt fram nýjar tillögur um sérstakan, nýjan bankaskatt, sem á að vernda íbúa ESB gegn skaða vegna bankahruns í framtíðinni.

Fyrsta olíuskipið fer norðaustur leiðina

Tilkynnt hefur verið, að stefnt sé að því að senda olíuskip í eigu stærsta skipa­félags Rússlands, Sovcomflot, með farm frá Múrmansk norðausturleiðina til hafna í suðaustur Asíu í september á þessu ári. Norðausturleiðin er í Norður-Íshafi, fyrir norðan Rússland. Verður þetta í fyrsta sinn, sem olía er flutt þessa leið frá norðvestur Rússlandi til Asíu.

Vaxandi efasemdir um greiðslugetu Grikkja

Sífellt fleiri efast um, að Grikkir geti staðið í skilum, sama hvaða ráðstafanir séu gerðar til að hjálpa þeim um þessar mundir. Hættan á gjaldþroti sé svo alvarleg, að undan henni verði vikist. Á meðan ráðamenn í Brussel viðurkenni ekki þessa staðreynd, sé talið, að embættismenn ESB átti sig ekki á henni. Yfirlýsingar þeirra um aðra þætti fjármálakrísunnar þyki því ekki trúverðugar.

Vilja auka samstarf NATO og ESB

Barónessa Catherine Ashton, utanríkis­ráðherra Evrópu­sambandsins, heimsótti höfuðstöðvar NATO í Brussel þriðjudaginn 25. maí. Sat hún sameiginlegan fund fastaráðs NATO og stjórn- og öryggismála­nefndar ESB auk þess sem hún átti einkafund með Anders Fogh Rasmussen, framkvæma­stjóra NATO. Anders Fogh Ra...

Kaupa dollara og yen-selja evrur

Alþjóðlegir lána­markaðir hafa ekki gufað upp eins og þeir gerðu eftir fall Lehman Brothers haustið 2008 segir New York Times í morgun. Hins vegar eru þeir komnir inn á hættu­svæði að mati blaðsins. Vextir á millibanka­markaði hafa hækkað. Fjárfestar kaupa dollara og yen en selja evrur.

Hluta­bréf hækka á ný í Evrópu

Evrópu­vaktin 130 Hluta­bréfaverð hækkaði á ný í Evrópu í morgun eftir mikið fall í gær. Verð hluta­bréfa á Wall Street lækkaði við upphaf viðskipta í gærmorgun að bandarískum tíma en hækkaði á ný undir lok markaða. Í nótt varð hækkun í viðskiptum á mörkuðum í Asíu og talin vísbending um minni áhyggjur þar en áður af því, að fjármálakreppan í Evrópu hafi víðtækari áhrif.

Launafrysting á Ítalíu

Ítalir hafa nú ákveðið niðurskurð útgjalda hins opinbera, sem nemur um 24 milljörðum evra, eins og sagt hafði verið frá hér á Evrópu­vaktinni að stæði til.

Stóru alþjóðlegu bankarnir „laga“ reikninga sína til fyrir uppgjör

Stóru alþjóðlegu bankarnir „laga“ efnahagsreikning sinn til í lok hvers ársfjórðungs fyrir birtingu uppgjörs með tímabundinni lækkun skulda en auka þær svo á ný í upphafi nýs ársfjórðungs, segir Wall Street Journal í morgun og nefnir sérstaklega Bank of America, Deutsche Bank og Citigroup.

Leiðarar

Sagan sækir að Jóhönnu og Össuri

Það vakti athygli í umræðum á Alþingi um utanríkismál fyrir skömmu, að Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra sagði, að ein helzta ástæðan fyrir því, að Ísland ætti að ganga í Evrópu­sambandið væri sú, að með því mundi skapast nægilegur fjöldi nýrra starfa á Íslandi næstu 10 árin. Þetta var ný röksemd, sem hafði ekki heyrzt áður með þessum hætti.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS