Miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Föstudagurinn 28. maí 2010

«
27. maí

28. maí 2010
»
29. maí
Fréttir

Verkföll boðuð á Ítalíu gegn niðurskurði

CGil, helsta verkalýðs­félag Ítalíu, hefur boðað tvö verkföll í júní til að mótmæla „óréttlátum og órökstuddum“ niðurskurði á ítölsku fjárlögunum, sem boðaður var sl.

Zapatero marði í gegn launalækkun á Spáni

Ambrose Evans-Pritchard, blaðamaður The Daily Telegraph í London, vekur athygli á því föstudaginn 28. maí, að José Luis Zapatero, forsætis­ráðherra Spánar, hafi orðið að treysta á hjásetu þingmanna þjóðernissinna­flokks Katalóníu, til að tryggja meirihluta fyrir tillögum ríkis­stjórnar­innar um 5% launa...

Íslenskur staðgengill í ESA-stjórn vegna Icesave

Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra og stjórnar­maður Íslands í ESA, eftirlits­stofnun EFTA hefur vikið sæti í málum, sem varða Icesave, þegar þau koma til meðferðar hjá ESA. Sverrir Haukur telur, að afskipti sín af Icesave-málinu, þegar hann var sendiherra Íslands í London, valdi vanhæfi hans ti...

Eyjar í útjaðri ESB kvarta

Eyjar í útjaðri Evrópu­sambandsins kvarta undan meðferðinni á sér og segja, að Brussel taki of lítið tillit til hagsmuna þeirra og efnahagslegra vandamál á sviði frjálsra viðskipta, landbúnaðar og fiskveiða. Þetta sagði Paulino Rivero Baute, sem veitir svæðis­stjórn Kanaríeyja forystu á ráð­stefnu í Brussel á vegum framkvæmda­stjórnar­innar.

Framkvæmda­stjórnin boðar nýjar reglur um starfshætti banka

Framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins hyggst setja nýjar og strangari reglur um starfhætti banka. Er gert ráð fyrir, að tillögur þess efnis verði birtar á fimmtudag í næstu viku. Michel Barnier, sem sæti á í framkvæmda­stjórninni fyrir hönd Frakka vill takmarka fjölda stjórna, sem stjórnar­menn í bankaráðum geta setið í til þess að tryggja að þeir hafi nægan tíma til þess að gegna stjórnar­störfum.

Leiðarar

Svona er staðreyndapólitík ESB

Áróðursstarfsemi Evrópu­sambandsins fyrri því að Ísland gangi í Evrópu­sambandið er að komast í fullan gang eins og við mátti búast. Talsmenn þess munu að vísu halda því fram, að þeirra hlutverk sé einungis að bera á borð staðreyndir. Svo sé það Íslendinga að taka sínar ákvarðanir. Skýrt dæmi um þessa staðreyndapólitík ESB má finna á vefmiðlinum Eyjunni sl. miðvikudag.

Pistlar

Tobin-skattur samþykktur á ESB-þingi

Þann tíunda mars síðastliðinn samþykkti ESB-þingið fyrir sitt leyti skatt á gjaldeyris­viðskipti, svo­nefndan Tobin-skatt.

Í pottinum

Guðmundur Gunnarsson kynnir annan her en Merkel

Guðmundur Gunnarsson, ESB-aðildarsinni og forystumaður rafiðnaðarmanna, ræðst að ungum bændum fyrir að vekja athygli á ummælum Angelu Merkel um ESB-herinn. Guðmundur segir: "Staðreyndin er sú að það eru engar hugmyndir uppi innan Evrópu­sambandsins um stofnun sameiginlegs hers í líkingu við her einstakra landa.

RÚV gerir athugasemd við ESB-auglýsingu ungra bænda

Í fréttadálki á ruv.is 28. maí má lesa: "Samtök ungra bænda vara við því í blaðaauglýsingum að aðild að ESB fylgi skyldur gagnvart væntanlegum Evrópu­sambandsher. Í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag eru auglýsingar sem bera yfirskriftina: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópu­samb...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS