Bernt Reitan, sem er að hverfa úr framkvæmdastjórn Alcoa, sem á álverið í Reyðarfirði, segir í samtali við norska dagblaðið Dagens Næringsliv, að Alcoa hafi áhuga á að reisa álver í Finnmörku í Norður-Noregi.
Trichet: „Við erum myntbandalag. Nú þurfum við að verða fjárlagabandalag.“
Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, segir í viðtali við franska dagblaðið Le Monde, að eftirlit á vegum ESB með fjárlögum og fjárlagagerð aðildarríkjanna verði að batna „stórlega“. Þá segir hann: „Við erum myntbandalag. Nú þurfum við að koma á fót því, sem kalla má fjárlagabandalag,...
Utanríkismálanefnd ESB-þingsins ræðir aðildarumsókn Íslands
Cristian Dan Preda, þingmaður á ESB-þinginu frá Rúmeníu, og félagi í þingflokki EPP, það er þingmanna hægra megin við miðju á ESB-þinginu, flutti að morgni 1. júní skýrslu um aðildarumsókn Íslands að ESB á fundi utanríkismálanefndar ESB-þingsins. Dan Preda var hér í Reykjavík í síðustu viku til við...
Fjármálakrísan setur svip á ESB-fund í Rússlandi
Dmitry Medvedev, Rússlandsforseti, bauð leiðtoga ESB innilega velkomna til tvíhliða fundar í Rostov við Don í suðurhluta Rússlands þriðjudaginn 1. júní. Fréttaskýrendur telja, að á þessum 25. tvíhliða fundi Rússa og ESB verði reynt að stilla saman strengi til að draga úr vandræðum vegna fjármálakrís...
Hlutabréf lækka-evran veikist
Hlutabréf féllu á mörkuðum í morgun og evran veiktist gagnvart dollar. Reuters segir að ástæðuna megi rekja til Kína, þar sem nú dregur úr hraða hagvaxtar og til evrusvæðisins. Fjárfestar hafi áhyggjur af að bæði Kína og evrusvæðið muni draga úr almennum hagvexti í heiminum. Hlutabréfaverð í Evrópu féll um eitt prósentustig á fyrsta klukkutíma viðskipta í morgun.
Bankar á evrusvæðinu tapa 195 milljörðum til viðbótar á næstu 18 mánuðum
Seðlabanki Evrópu hefur tilkynnt að búast megi við nýjum töpum banka á evrusvæðinu á þessu ári og því næsta samtals að upphæð um 195 milljarða evra. Þessi upphæð kemur til viðbótar áður afskrifuðum töpum þessara banka frá því að fjármálakreppan hófst sem námu 238 milljörðum evra eða samtals um 433 milljarða evra töp á 3-4 árum.
Hér á síðunni hefur verið rætt um viðkvæmni ESB-aðildarsinna á Íslandi vegna auglýsingar frá Samtökum ungra bænda, þar sem þeir vöktu athygli á því, að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, nefndi hinn 13. maí sl. sameiginlegan her Evrópu sem næsta stórverkefni í samrunaþróun innan Evrópusambandsins...
Hér á Evrópuvaktinni í gær var skýrt frá því að Róbert Zoellick, aðalforstjóri Alþjóðabankans hefði lýst þeirri skoðun, að ekki væri nóg að skera niður opinber útgjöld og auka fjárstreymi á mörkuðum með opinberum aðgerðum til þess að tryggja aukinn hagvöxt. Fleira þyrfti til að koma og nefndi Zoellick vinnuhvetjandi skattastefnu, sem jafnframt ýtti undir aukna fjárfestingu einkaaðila.