Laugardagurinn 16. janúar 2021

Laugardagurinn 5. júní 2010

«
4. júní

5. júní 2010
»
6. júní
Fréttir

Fjárfestar selja evru í stórum stíl

Hluta­bréfaverð í Bandaríkjunum getur haldið áfram að lækka í næstu viku að mati Reuters-fréttastofunnar í morgun, ef ekki dregur úr áhyggjum fjárfesta vegna fjármálakreppunnar í Evrópu og atvinnuástands í Bandaríkjunum. Dagens Næringsliv í Osló bendir á, að evran hafi í gærkvöldi, föstudagskvöld, staðið veikar gagnvart dollar en nokkru sinni fyrr síðustu fjögur ár.

Veik staða evrópskra banka veikir evruna enn frekar

Veik staða banka á evru­svæðinu getur framkallað nýja krísu í stöðu evrunnar að mati Wall Street Journal í morgun. Blaðið segir, að agaleysi í fjármálum einstakra aðildarríkja evrunnar hafi leitt til þeirrar kreppu, sem staðið hafi yfir á evru­svæðinu að undanförnu en nú sé talið, að nýr kapítuli í þeirri sögu geti verið að hefjast.

Minnkandi líkur á alþjóðlegum bankaskatti

Minnkandi líkur eru á því að nýr bankaskattur á heimsvísu verði samþykktur á fundi fjármála­ráðherra G-20 ríkjanna í Busan í Suður-Kóreu. Þótt Bandaríkin og Evrópu­ríkin séu hlynnt slíkum skatti eru Japan, Brasilía og Kanada andvíg honum að sögn Reuters-fréttastofunnar í morgun.

Leiðarar

Leggjum aðildarumsóknina til hliðar

Þegar litið er til Evrópu­samstarfsins undir merkjum Evrópu­sambandsins og stjórnkerfis þess í Brussel, er ljóst, að hin svo­nefnda einsleitni nær ekki yfir samstarfið í heild. Fjöldi þátttökuríkja er mismunandi eftir eðli samstarfsins.

Pistlar

Óheilla­stefna Samfylkingar í Evrópu- og varnarmálum

Um það bil ár er liðið, frá því að skýrslan, sem kennd er við Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var til umræðu á fundi utanríkis­ráðherra Norðurlandanna í Reykjavík. Þar var ákveðið að fela einstökum ríkjum að hafa forystu um úrvinnslu einhvers af 13 meginefnisþáttum hennar.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS