ESB ætlar í hart vegna makrílveiða Íslendinga og Færeyinga
Harkalega var ráðist að Íslendingum og Færeyingum á vettvangi ESB-þingsins fyrir skömmu fyrir áform þeirra um makrílveiðar.
Jón Bjarnason rís gegn frumvarpi Jóhönnu
Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, lýsir andstöðu sinni við frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnarráðslögunum, sem felur meðal annars í sér, að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið hverfur inn í nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Spurningar hafa vaknað um, hvort Jóhanna Sigurðardóttir biðjist lausnar fyrir Jón vegna uppreisnar hans gegn frumvarpi hennar.
Hlutabréf í Evrópu lækkuðu í verði gær en hækkuðu í Asíu í nótt samkvæmt fréttum Reuters. Hins vegar styrktist evran og er ástæðan talin yfirlýsing áhrifamikils talsmanns kínversks lífeyrissjóðs, sem lét jákvæð orð falla um evruna. Nú bíða fjármálamarkaðir eftir ákvörðunum Seðlabanka Evrópu og Englandsbanka um vexti en í báðum tilvikum er talið, að stýrivextir verði óbreyttir.
Bandaríkin standa ekki undir áframhaldandi skuldasöfnun
Bernanke, aðalbankastjóri bandaríska seðlabankans sagði í vitnisburði fyrir bandarískri þingnefnd í gær, að fjárlög Bandaríkjanna væru á braut skuldasöfnunar, sem Bandaríkjamenn gætu ekki staðið undir en bætti því við, að aukinn fjárlagahalli síðustu ár hefði verið nauðsynlegur til þess að draga úr efnahagslegum samdrætti.
Leiti Spánverjar aðstoðar verða Bretar að borga
Bretar hafa ekki lagt fram neina fjármuni í björgunarsjóð ESB og AGS til bjargar Grikklandi. Ástæðan er sú, að það eru fyrst og fremst þýzkir og franskir bankar, sem voru í hættu staddir vegna efnahagsástandsins í Grikklandi.
Evruríkin mega ekki verða útvalin yfirstétt innan ESB segja Pólverjar
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands hefur varað við því að til verði í Evrópu eins konar yfirstétt evrunnar og segir, að sameiginlegar aðgerðir Evrópuríkja vegna fjármálakreppunnar megi ekki takmarkast við aðildarríki evrunnar. Pólski forsætisráðherrann krafðist þess, að komið yrði fram við öll aðildarríki Evrópusambandsins sem jafningja.
Merkel og Sarkozy reka á eftir framkvæmdastjórninni
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands skrifuðu framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bréf í fyrradag, þar sem þau hvöttu framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til þess að flýta aðgerðum til þess að koma á nýju regluverki um rekstur fjármálafyrirtækja og þar á meðal að banna sérstaka tegund af skortsölu, sem Þjóðverjar hafa þegar bannað.
Verður vinstri-grænum fórnað fyrir ESB og völdin?
Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp á alþingi, um að leggja beri niður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir þetta lið í því að veikja innviði þeirra þátta stjórnkerfisins, þar sem andstaða við aðild að Evrópusambandinu er mest.
Svona ljúga „háttsettir embættismenn“ í Brussel
Í Morgunblaðinu í dag segir: “Það eru engar líkur á að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt.