Leiðtogar ESB fresta efnahagsstjórn og refsiákvæðum
Bresku blöðin fagna því 18. júní, að David Cameron, forsætisráðherra, hafi komist hjá því á fyrsta fundi sínum með öðrum leiðtogum ESB-ríkja, að skuldbinda Breta til að leggja fjárlagatillögur fyrir embættismenn í Brussel til skoðunar, áður en þær væru kynntar breskum þingmönnum, eða hann hefði orði...
Dmitry Medvedev, forseti Rússlands lýsir efasemdum um framtíð evrunnar í samtali við Wall Street Journal í morgun. Hann kveðst ekki vilja gera of mikið úr þeirri hættu, sem evran sé í en það megi heldur ekki gera of lítið úr henni. Í viðtalinu segir Medvedev: “Velgengni Rússa byggist að verulegu leyti á því hvernig gengur á meginlandi Evrópu.
Kostar hundruð milljarða evra að efla trú fjárfesta
Fitch lánshæfismatsfyrirtækið telur að Seðlabanki Evrópu verði að kaupa skuldbindingar á fjármálamörkuðum fyrir hundruð milljarða evra eigi að koma í veg fyrir að fjár málakreppan á evrusvæðinu fari úr böndum. Þetta kom fram hjá Brian Coulton, einum yfirmanna fyrirtækisins á bankaráðstefnu að sögn Daily Telegraph í morgun.
Harðar deilur urðu á leiðtogafundinum í Brussel í gær, fimmtudag, um opinbera birtingu á niðurstöðum af álagsprófum á einstaka banka en forsætisráðherra Spánar Zapatero og Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB höfðu sitt fram að sögn Financial Times í morgun.
Tékkar hafa fyrirvara á bankaskatti
Leiðtogar Evrópusambandsins ákváðu á fundi sínum í gær, fimmtudag, að fylgja eftir áformum um sérstakan skatt á banka, sem notaður verði til að greiða kostnað af bankakreppum í framtíðinni á fundi G-20 ríkjanna í Toronto í Kanada innan fárra daga. Tékkar gerðu þó fyrirvara og áskildu sér rétt til þess að taka ekki upp slíkan skatt.
Norðmenn greiða hærri vexti vegna efnahagsvanda Spánverja
Efnahagsvandi Spánverja getur leitt til þess, að Norðmenn verði að greiða hærri vexti af fasteignalánum sínum segja bæði Aftenposten og Dagens Næringsliv í Osló í dag og byggja á fréttum frá norsku fréttastofunni NTB. Skýringin er sú, að lántökukostnaður norskra banka á alþjóðlegum fjármálamörk...
Tilraunin til að fá Ísland kjörið í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var mesta niðurlæging, sem utanríkisþjónusta Íslands hefur orðið fyrir. Þar fór saman alvarlegur dómgreindarskortur, hroki og að því er virtist voru bæði þáverandi utanríkisráðherra og þeir starfsmenn ráðuneytisins, sem að málinu unnu algerlega úr sambandi við umhverfi sitt.
Leiðtogaráðið stillir Íslendingum upp við vegg
Þegar samþykkt leiðtogaráðs ESB um aðildarumsókn Íslands er lesin og hvernig hún er túlkuð af Bretum og Hollendingum auk forseta leiðtogaráðsins, er í raun óskiljanlegt, að Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart ESB og aðalsamningamaður í aðlögunarviðræðunum við ESB, skuli túlka máli...