Afturköllum umsókn vegna hótana ESB gegn hvalveiðum
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, telur, að ekki sé hægt að una hótunum Evrópusambandsins vegna hvalveiða Íslendinga. Sé þetta, sem koma skuli í viðræðum Íslands og ESB, eigi að afturkalla aðildarumsókn tafarlaust.
Eva Joly krefst afsagnar franska atvinnumálaráðherrans
Eva Joly, þingmaður franskra umhverfissinna á ESB-þinginu, krafðist þess sunnudaginn 20. júní, að Eric Woerth, atvinnumálaráðherra Frakka, segði af sér vegna máls, sem á frönsku er nefnt „l'affaire Bettencourt“ og snýst um hugsanleg skattsvik erfingja L‘Oréal, snyrtivörufyrirtækisins. „Í eðlilegu l...
Hvalveiðar verða hindrun í ESB-viðræðum Íslendinga
Hvalveiðar Íslendinga verða að öllum líkindum mikil hindrun í aðildarviðræðum þeirra við Evrópusambandið, þar sem veiðar sjávarspendýra eru bannaðar með lögum, segir í frétt AFP-fréttastofunnar 20. júní. Í fréttinni er haft eftir Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar alþingis: „Ef hv...
10 milljarða punda skattahækkun í Bretlandi
Hin nýja ríkisstjórn Bretlands mun tilkynna skattahækkanir, sem nema 10 milljörðum sterlingspunda í næstu viku að því er fram kemur í Sunday Times í dag. Blaðið spáir því, að þar með verði George Osborne óvinsælasti fjármálaráðherra í 30 ár.
Vilja birta álagspróf á öll fjármálafyrirtæki í Danmörku
Danskir sérfræðingar fagna þeirri ákvörðun ESB-ríkja að birta opinberlega álagspróf á 25 stærstu bankanna í Evrópu en hvetja til þess að hið sama verði gert við alla banka og sparisjóði í Danmörku. Þetta kom fram í Berlingske Tidende í gær.
Hagvöxtur í Grikklandi á næsta ári
Ráðherra efnahagsmála, samkeppni og skipaútgerðar í Grikklandi, Louka Katseli, sagði í opinberri heimsókn í Kína í gær, að Grikkir gætu búizt við hagvexti á næsta ári. Hún sagði að Grikkir mundu komast út úr kreppunni með útflutningi, viðskiptum og fjárfestingum. Katseli sagði ennfremur, að aðhaldsaðgerðir í fjármálum Grikklands væru byrjaðar að skila árangri.
Stefnir í átök á milli Merkel og Obama í Toronto
Það stefnir í átök á milli Angelu Merkel og Barac Obama á fundi leiðtoga G-20 ríkjanna í Toronto í næstu viku. Merkel leggur áherzlu á að draga snarlega úr aðgerðum síðustu missera, sem hafa byggzt á að dæla peningum út á fjármálamarkaði en taka þess í stað upp aðhaldssamar aðgerðir í fjárlögum einstakra ríkja. Hún nýtur stuðnings ESB-ríkjanna við þá stefnumörkun.
Sarkozy hvetur til nánara samstarfs Rússa og ESB
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, mæltist eindregið til þess í ræðu í St.
Þann 16. júlí 2009 samþykkti Alþingi heimild til ríkisstjórnarinnar um að leggja inn umsókn um inngöngu í Evrópusambandið, ESB. Annar ríkisstjórnarflokkanna klofnaði í afstöðunni til málsins. Af greinargerð nokkurra þingmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sem atkvæði greiddu gegn umsók...
Ekki er Þorsteinn Pálsson gamall maóisti!
Þorsteinn Pálsson fær stundum furðulegar hugmyndir. Í Fréttablaðinu í gær má sjá eina þeirra: “Margt bendir til að á komandi tíð muni menn skiptast í fylkingar í þeim efnum eftir því hvort forgangsröðunin er Kína eða Evrópa.
„Lýðræði“ Samfylkingar og yfirlýsing Össurar
Á mbl.is birtist frétt sl. föstudag, þar sem sagt er frá tilkynningu, sem framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hafi sent frá sér. Í frétt mbl.is sagði: “Flokkurinn segir í tilkynningu að ákvörðunin sé veigamikið skref í því ferli, sem hafi hafizt þegar Alþingi hafi samþykkt með lýðræðislegum...