Eurostat: Ísland í sjöunda sæti með Svíþjóð
Eurostat, hagstofa ESB, hefur birt fyrstu niðurstöður sínar um landsframleiðsla á mann í ESB/EES löndunum á árinu 2009. Samkvæmt þeim er Ísland í sjöunda sæti og með 120 stig eins og Svíþjóð. Hæst er þessi tala í Lúxemborg 268, Noregur 177, Sviss 144, Írland 131, Holland 130, Austurríki 124, Sv...
Samkomulag við ESB-þingið um utanríkisþjónustu ESB
Á vefsíðunni EuropeanVoice.com er sagt frá því 21. júní, að þann dag hafi Catherine Ashton náð samkomulagi á funi í Madrid við fulltrúa ESB-þingsins um utanríkisþjónustu ESB (European External Action Service, EEAS), sem Ashton stjórnar sem utanríkisráðherra ESB. Nú verður henni og samstarfsmönnum ...
Cameron: notum aðildarferlið til að fá Icesave greitt
David Cameron, forsætisráðherra Breta lýsti því yfir við Dow Jones fréttaveituna í dag, að Bretar mundu beita aðildarferli Íslands að ESB til að tryggja greiðslu á Icesave-skuldinni.
Fjármálamarkaðir hækkuðu í morgun í kjölfar frétta um, að kínverski gjaldmiðillinn fengi að fljóta innan hæfilegra marka. Kínverski seðlabankinn ákveður gengið á hverjum morgni en þrátt fyrir ofangreinda yfirlýsingu á laugardag var hið opinbera gengi óbreytt í morgun. Talið er að með ákvörðun um óbreytt gengi í morgun vilji Kínverjar draga úr væntingum um of miklar breytingar á genginu.
Grikkland er aukaatriði, eins konar forleikur. Spánn er aðalmálið. Ástandið þar mun hafa gífurleg áhrif á framtíð evrunnar og hvort sett verður upp eftirlitskerfi með fjárlögum aðildarríkja evrunnar. Þetta segir Irwin Stelzer, dálkahöfundur í Wall Street Journal í morgun. Og segir að þess vegna hafi leiðandi menn ú fjármálaheiminum komið saman í Madrid í lok síðustu viku.
Það er alvarlegt mál að gefa íslenzku þjóðinni rangar upplýsingar um það aðlögunarferli að lögum og reglum Evrópusambandsins, sem á að fara í gang á næstu mánuðum. En það er staðreynd, að það hafa nafnlausir embættismenn í Brussel gert í samtölum við íslenzka blaðamenn og það hefur Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands við ESB gert.
ESB-aðildarsinnar reiðast Cameron - hann afhjúpar Icesave-tengslin
Í pottinum varð almenn undrun, þegar einn félaganna las þennan pistil ritstjóra Eyjunnar: "Orðið á götunni er að David Cameron hafi gert mikil mistök með því lýsa því yfir í dag, að breska stjórnin ætlaði að nota umsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu til að endurheimta 2,3 milljarða punda, sem Bretar telja Íslendinga skulda vegna Icesave-reikninganna.
Bergur Ebbi og íslenski stíllinn
Bergur Ebbi Benediktsson, lögfræðingur, skrifar grein undir fyrirsögninni Íslenski stíllinn í Fréttablaðið 21. júní. Þar lætur hann eins og það sé séríslenskt fyrirbrigði, að veittir séu opinberir styrkir til framkvæmda, sem ekki skila þeim arði, sem að er stefnt eða reist séu íbúðahverfi, þar sem...