Laugardagurinn 16. janúar 2021

Miðvikudagurinn 23. júní 2010

«
22. júní

23. júní 2010
»
24. júní
Fréttir

Norðmenn heimila olíustórsókn á norðurslóðum

Terje Riis-Johansen, oílu- og orkumála­ráðherra Noregs, tilkynnti 23. júní, að norska ríkis­stjórnin hefði ákveðið, að 94 ný svæði yrðu opnuð til olíuborana í Barentshafi og Noregshafi. 51 af svæðunum verður í Barentshafi og 43 í Noregshafi. Á grundvelli ákvörðunarinnar verða veitt vinnsluleyfi ...

Sarkozy á bráðafundi vegna útreiðar Frakka á HM

Nicolas Sarkozy, Frakklands­forseti, og ráðherrar hans efndu miðvikudaginn 23. júní til fundar til að ræða hrikalega útreið franska landsliðsins í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Suður-Afríku. Frakkar féllu úr keppninni meðal annars vegna innbyrðis átaka leikmanna liðsins, sem fóru í verkfall, ef...

Bjarni sakar Össur um orðaleik vegna Icesave

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis­flokksins, sakar Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, um að stunda langdreginn orðaleik, þegar hann tali um, að Íslendingar ætli að „standa við skuldbindingar sínar“ vegna Icesave. Ekki sé ljóst til hvers Íslendingar hafi skuldbundið sig.

Bresk stjórnvöld ítreka tengsl Icesave og ESB-viðræðna

Talsmaður breskra stjórnvalda segir þau styðja umsókn Íslands að Evrópu­sambandinu og fagna ákvörðun leiðtogaráðs ESB um að hefja aðildar­viðræður. Hún slái af allan vafa að Ísland verði að uppfylla skyldur sínar á Evrópska efnahags­svæðinu og semja um Icesave á meðan það standi í aðildarviðræðunum.

Ackermann: meira eftirlit-10 milljónum færri störf

Jósef Ackermann, aðalfor­stjóri Deutsche Bank segir að verði strangari reglur, sem rætt er um í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan að setja um starfsemi fjármálageirans að veruleika verði til 9,7 milljón færri störf á þessum svæðum fram til ársins 2015. Þetta kom fram í ræðu, sem Ackermann flutti f...

Mikill efnamunur innan ESB

Mikill efnamunur er innan ESB að því er fram kemur í nýjum hagtölum sem Aftenposten segir frá. Kaupmáttur íbúa Lúxemborgar er sjö sinnum meiri en kaupmáttur íbúa Búlgaríu.

Lækkandi verð hluta­bréfa í Asíu og Evrópu

Verð hluta­bréfa hefur lækkað í Evrópu og Asíu í morgun. Skýringin er talin vera neikvæðar fréttir af fasteigna­markaði í Bandaríkjunum og þrýstingur á verð bréfa í stærstu orkufyrirtækjum heims. Minnkandi bjartsýni um jákvæð áhrif aukins sveigjanleika í gengi júansins, kínverska gjaldmiðilsins á einnig hlut að máli.

Danski seðlabanka­stjórinn vill sameiningu við fjármála­eftirlit

Nils Bernstein, banka­stjóri Seðlabanka Danmerkur, leggur til í samtali við danska blaðið Börsen, að fjármála­eftirlitið þar í landi og Seðlabankinn verði sameinuð eða samstarf þeirra í milli stóraukið. Hann telur að með því stóraukist möguleikar stjórnvalda á að fylgjast með bankakerfinu og koma í veg fyrir nýja bankakreppu.

Leiðarar

Um eitt getum við verið sammála: opna og rétta upplýsinga­gjöf

Þótt mismunandi skoðanir séu uppi meðal þjóðar­innar um aðild að ESB ættu þó allir að vera sammála um eitt, bæði stuðningsmenn og andstæðingar aðildar: að það er mikilvægt að umræður um þetta stóra mál, stærsta mál, sem íslenzka þjóðin hefur þurft að taka afstöðu til áratugum saman og kannski í hundrað ár, verði opnar og allar upplýsingar liggi fyrir.

Í pottinum

Stöðvið ESB-umsóknarferlið vegna náttúruauðlindanna

Guðrún Sigríður Magnús­dóttir, for­stjóri ESTeam AB. Hún hefur unnið fyrir ESB í meira en 10 ár en býr nú í Berlín og ritar grein í Morgunblaðið 23. júní, þar sem hún hvetur alþingis­menn til að samþykkja að draga ESB-umsóknina til baka. Hún minnir á, að ESB-þjóðirnar hafi aldrei lagt áherslu á að sk...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS