Hægri maður forsætisráðherra Tékklands
Petr Necas, formaður hins hægrisinnaða CD-flokks í Tékklandi, sór eið sem forsætisráðherra landsins mánudaginn 28. júní. Hann hefur heitið því að draga úr ríkisútgjöldum, skerða framlög til velferðarmála og ráðast gegn spillingu. Við embættistökuna sagði hann, að Tékkar þyrftu stöðuga, vinnusama rí...
IPSOS-skoðanakönnun í Þýskalandi sýnir, að 51% kjósenda í Þýskalandi vilja fá þýska markið, Deutschmark, að nýju í stað evrunnar. Aðeins 30% vilja halda í evruna. 56% af þeim, sem eru eldri en 50 ára, sögðust vilja þýska markið aftur og 42% af þeim, sem eru á aldrinum 16 til 29 ára.
Matvælaverð sambærilegt á Íslandi og að meðaltali í ESB-ríkjum
Vorið 2009 var hlutfallslegt verðlag matvæla á Íslandi 4% hærra en að meðaltali í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins, að því er segir í frétt frá Hagstofu Íslands, 29. júní 2010. Sé þetta mikil breyting frá könnun, sem gerð var árið 2006, þegar verðlag matvæla hefði verið hæst á Íslandi, eða 61% hær...
Steingrímur J. tvístígur vegna ESB - vísar til málþings
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður vinstri-grænna, sagði í fréttum RÚV í hádegi þriðjudag 29. júní, að hann vildi ekki svara því, hvort rétt væri að bíða með ESB-aðild. Steingrímur J. var spurður um þetta í tilefni af yfirlýsingu yfirmanns Íslandsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins...
Erfiðara fyrir Ísland að bregðast við fjárhagsáföllum innan ESB
„Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að mun erfiðara yrði fyrir ríkisstjórnina að bregðast við fjárhagsáföllum gangi Ísland í Evrópusambandið og taki upp evruna. Ein ástæða þess að efnahagskreppan nú hafi orðið grynnri en búist var við sé sveigjanleiki gjaldmiðilsins. Flanagan segir Íslendinga sjálfa verða að vega og meta kosti og galla Evrópusambandsins.
Þrátt fyrir, að Írar hafi snemma ráðizt í mikinn niðurskurð á opinberum útgjöldum og hækkað skatta sjást engin merki um verulegan efnahagsbata að því er fram kemur í New York Times í dag. Samdráttur í efnahagslífi Íra nam 7,1% á síðasta ári og engin merki um hagvöxt. Atvinnuleysi í landinu nemur 13% sem þýðir að 4,5 milljónir Íra ganga atvinnulausir.
Hlutabréf í Amagerbanka féllu um 24% í gær
Hlutabréf í danska Amagerbankanum féllu um 24% í gær í kjölfar þess að danska Fjármálaeftirlitið gaf bankanum 24 daga frest til þess að afla 750 milljóna danskra króna í nýju eigin fé. Þetta þýðir að verðmæti hlutabréfa í bankanum hefur lækkað um helming á einu ári. Fyrir tveimur árum var gengið 150 danskar krónur. Nú er það 18 danskar krónur.
Stórar lánalínur renna út á fimmtudag
Á fimmtudag renna út lánalínur, sem Seðlabanki Evrópu opnaði fyrir ári, sumarið 2009, fyrir evrópska banka. Markmiðið var að hvetja til lánveitinga og tryggja lausafjárstöðu banka á evrusvæðinu. Þessar lánalínur eru taldar hafa haldið lífi í bönkum í Grikklandi, á Spáni og í fleiri löndum.
Er Össur lítið, kulnað eldfjall?
Hér á Evrópuvaktinni hefur í um sólarhring staðið sem aðalfrétt, að Per Sanderud, forseti eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, hafi að mati sérfróðra gert sjálfan sig og stofnunina vanhæfa til að fjalla um Icesave-deiluna milli Íslendinga, Breta og Hollendinga vegna framgöngu sinnar og yfirlýsinga í tengslum við 50 ára afmælisfund EFTA hér á landi í síðustu viku.
Belgar stefna að ESB-efnahagsstjórn og ESB-sköttum
Belgar kynna fimmtudaginn 1. júlí stefnu sína í málefnum Evrópusambandsins næstu sex mánuði, þegar þeir fara með forsæti þess. Að sögn AFP-fréttastofunnar einkennist stefnan af einnig meginhugmynd: að komið verði á sameiginlegri efnahagsstjórn ríkja, sem sæki styrk sinn til nýrra skatta án landa...
„Af hverju þessi andstaða Sjálfstæðisflokksins?“
Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir Árna Gunnarsson, fyrrverandi alþingismann, sem ber heitið: Af hverju þessi andstaða Sjálfstæðisflokksins? Upphafsorð greinar Árna eru þessi: “Ég hef mikið velt því fyrir mér undanfarin misseri hvað veldur andstöðu Sjálfstæðisflokksins við aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Í Fréttablaðinu í dag birtist frétt þar sem m.a. segir: “Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins til að fara í aðildarviðræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljar...
Er sendiráð Íslands orðið að söluskrifstofu ESB?
Fréttablaðið, sem styður aðild Íslands að ESB, leynir ekki fögnuði sínum 29. júní, þegar sagt er frá því, að Íslendingar geti sótt um allt að 30 milljónum evra í styrki hjá ESB vegna aðildarumsóknarinnar. Af umhyggju fyrir ESB og aðildarsinnum er sérstaklega tekið fram, að þetta fé sé eins og skip...