Laugardagurinn 23. febrúar 2019

Fimmtudagurinn 1. júlí 2010

«
30. júní

1. júlí 2010
»
2. júlí
Fréttir

60% andvígir aðild að ESB-26% hlynntir

Nýr þjóðar­púls Capacent Gallup sýnir að 60% Íslendinga eru andvígir aðild að ESB en einungis 26% eru hlynntir aðild. Fréttastofa RÚV skýrði frá þessu í kvöld. Í könnuninni kemur fram, að 76% stuðningsmanna Sjálfstæðis­flokks og Framsóknar­flokks eru andvígir aðild en 14% stuðningsmanna Sjálfstæðis­flokksins eru hlynntir og 13% stuðningsmanna Framsóknar­flokksins eru hlynntir aðild.

Merkel bjargaðist fyrir horn við forsetakjörið

Uppreisn í tveimur fyrstu lotu þýsku forsetakosninganna miðvikudaginn 30. júní var mesta áfall Angelu Merkel á ferli hennar, segir SpiegelOnline 1. júlí. Þótt Christian Wulff, frambjóðandi Merkel, kanslara Þýskalands, hafi sigrað í þriðju lotu, mun skaðinn loða áfram við Merkel að mati vefsíðunnar. ...

ESB: Kaupaukar banka­stjórnenda tak­markaðir

Kaupaukar banka­stjórnenda verða tak­markaðir samkvæmt samkomulagi milli ESB-þingsins og einstakra ESB-ríkja, sem náðist 30. júní. Gert er ráð fyrir, að banka­stjórnendum megi ekki veita meira en 30% sem kaupauka frá og með gildistöku samkomulagsins. Greiða má helming kaupaukans frá fyrsta degi í hlu...

Stýrivextir hækka í Svíþjóð

Sænski Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti úr 0,25% í 0,50% en þeir hafa verið óbreyttir í heilt ár eða frá því í júlí 2009. Skiptar skoðanir voru innan peningastefnu­nefndar bankans og greiddu tveir nefndarmenn atkvæði gegn hækkun. Almennt gerðu sér­fræðingar ráð fyrir hækkun og telja jafnvel að...

Vandamál Merkel trufla markaði

Pólitísk vandamál Angelu Merkel heima fyrir höfðu truflandi áhrif á fjármála­markaði í Evrópu í gær. Frambjóðandi hennar til forseta Sambandslýðveldisins náði ekki kjöri fyrr en í þriðju umferð og talið að um 30 þingmenn samsteypu­stjórnar hennar og frjálsra demókrata hafi notað tækifærið til að látra óánægju sína í ljós.

Minnkandi atvinnuleysi í Danmörku

Atvinnuleysi er að minnka í Danmörku skv. fréttum Berlingske Tidende í morgun. Í maí er talið, að 112700 Danir hafi verið atvinnulausir, sem er tvö þúsund færri en í apríl og telst til 4,1% atvinnuleysis.

Hluta­bréf falla í Evrópu-hægir á vexti í Kína

Hluta­bréf féllu í verði á evrópskum mörkuðum í morgun í kjölfar frétta frá Kína, sem benda til þess að hagvöxtur á heimsvísu sé ekki fastur í hendi. Frá þessu segir Reuter. Í júnímánuði dró úr framleiðslu í Kína en stjórnvöld þar í landi hafa reynt að koma böndum á fasteigna­markaðinn og draga úr lánveitingum banka.

Evrópskir bankar standa betur en ætlað var

Evrópskir bankar standa betur en gert var ráð fyrir. Í dag þurfa þeir að endurgreiða Seðlabanka Evrópu 442 milljarða evra, sem þeir fengu lánaðar fyrir ári. Um er að ræða 1121 banka. Í gær höfðu 171 banki nýtt sér möguleika á þriggja mánaða lánum til endurnýjunar upp á 132 milljarða evra á 1% vöxtum.

Leiðarar

ESB-elítan gefur ekkert fyrir álit meirihlutans

Eins og eðlilegt er hefur athygli beinst að Sjálfstæðis­flokknum í ESB-umræðunum eftir landsfund hans og afdráttarlausa niðurstöðu fundarins um, að draga beri ESB-aðildarumsóknina til baka.

Í pottinum

ESB-RÚV eltir fyrrverandi sjálfstæðis­menn - til hvers?

Í pottinum finnst mönnum skemmtilegt að fylgjast með lúsarleit ESB-RÚV að ESB-sjálfstæðis­mönnum, sem er misboðið vegna þess, að flokkurinn tók ákvörðun á landsfundi sínum, sem þeim fellur ekki í geð. Einn þeirra er Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS