60% andvígir aðild að ESB-26% hlynntir
Nýr þjóðarpúls Capacent Gallup sýnir að 60% Íslendinga eru andvígir aðild að ESB en einungis 26% eru hlynntir aðild. Fréttastofa RÚV skýrði frá þessu í kvöld. Í könnuninni kemur fram, að 76% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru andvígir aðild en 14% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir og 13% stuðningsmanna Framsóknarflokksins eru hlynntir aðild.
Merkel bjargaðist fyrir horn við forsetakjörið
Uppreisn í tveimur fyrstu lotu þýsku forsetakosninganna miðvikudaginn 30. júní var mesta áfall Angelu Merkel á ferli hennar, segir SpiegelOnline 1. júlí. Þótt Christian Wulff, frambjóðandi Merkel, kanslara Þýskalands, hafi sigrað í þriðju lotu, mun skaðinn loða áfram við Merkel að mati vefsíðunnar. ...
ESB: Kaupaukar bankastjórnenda takmarkaðir
Kaupaukar bankastjórnenda verða takmarkaðir samkvæmt samkomulagi milli ESB-þingsins og einstakra ESB-ríkja, sem náðist 30. júní. Gert er ráð fyrir, að bankastjórnendum megi ekki veita meira en 30% sem kaupauka frá og með gildistöku samkomulagsins. Greiða má helming kaupaukans frá fyrsta degi í hlu...
Sænski Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti úr 0,25% í 0,50% en þeir hafa verið óbreyttir í heilt ár eða frá því í júlí 2009. Skiptar skoðanir voru innan peningastefnunefndar bankans og greiddu tveir nefndarmenn atkvæði gegn hækkun. Almennt gerðu sérfræðingar ráð fyrir hækkun og telja jafnvel að...
Vandamál Merkel trufla markaði
Pólitísk vandamál Angelu Merkel heima fyrir höfðu truflandi áhrif á fjármálamarkaði í Evrópu í gær. Frambjóðandi hennar til forseta Sambandslýðveldisins náði ekki kjöri fyrr en í þriðju umferð og talið að um 30 þingmenn samsteypustjórnar hennar og frjálsra demókrata hafi notað tækifærið til að látra óánægju sína í ljós.
Minnkandi atvinnuleysi í Danmörku
Atvinnuleysi er að minnka í Danmörku skv. fréttum Berlingske Tidende í morgun. Í maí er talið, að 112700 Danir hafi verið atvinnulausir, sem er tvö þúsund færri en í apríl og telst til 4,1% atvinnuleysis.
Hlutabréf falla í Evrópu-hægir á vexti í Kína
Hlutabréf féllu í verði á evrópskum mörkuðum í morgun í kjölfar frétta frá Kína, sem benda til þess að hagvöxtur á heimsvísu sé ekki fastur í hendi. Frá þessu segir Reuter. Í júnímánuði dró úr framleiðslu í Kína en stjórnvöld þar í landi hafa reynt að koma böndum á fasteignamarkaðinn og draga úr lánveitingum banka.
Evrópskir bankar standa betur en ætlað var
Evrópskir bankar standa betur en gert var ráð fyrir. Í dag þurfa þeir að endurgreiða Seðlabanka Evrópu 442 milljarða evra, sem þeir fengu lánaðar fyrir ári. Um er að ræða 1121 banka. Í gær höfðu 171 banki nýtt sér möguleika á þriggja mánaða lánum til endurnýjunar upp á 132 milljarða evra á 1% vöxtum.
ESB-elítan gefur ekkert fyrir álit meirihlutans
Eins og eðlilegt er hefur athygli beinst að Sjálfstæðisflokknum í ESB-umræðunum eftir landsfund hans og afdráttarlausa niðurstöðu fundarins um, að draga beri ESB-aðildarumsóknina til baka.
ESB-RÚV eltir fyrrverandi sjálfstæðismenn - til hvers?
Í pottinum finnst mönnum skemmtilegt að fylgjast með lúsarleit ESB-RÚV að ESB-sjálfstæðismönnum, sem er misboðið vegna þess, að flokkurinn tók ákvörðun á landsfundi sínum, sem þeim fellur ekki í geð. Einn þeirra er Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra.