Sarkozy sakaður um að hafa þegið ólögmæta kosningastyrki
Fréttum um, að Liliane Bettencourt, ein ríkasta kona heims og erfingi L‘Oreal auðsins, hafi á ólögmætan hátt látið 150 þúsund evrur renna í kosningasjóð Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, hefur verið harðlega mótmælt í París. Netfréttastofan Mediapart vitnaði til konu, Claire T, bókhaldara Bettencourts, sem sagt var, að hefði verið beðin um að taka út 150 þúsund evrur.
ESB-þingið fær falleinkunn í The Economist
Innan Evrópusambandsins glíma ráðamenn sífellt við þá gagnrýni, að þeir lúti ekki nægilega miklu lýðræðislegu eftirliti. Með Lissabon-sáttmálanum átti að slá á þessa gagnrýni með því að færa meira vald en áður til ESB-þingsins. Að mati sérfræðings vikuritsins The Economist í málefnum Evrópusambandsins hefur það gjörsamlega mistekist.
Álagsprófin gagnslaus segja sérfræðingar í Bretlandi
Niðurstöður álagsprófa á evrópska banka verða birtar 23. júlí n.k. en í Bretlandi kemur nú fram hörð gagnrýni á álagsprófin, sem sumir sérfræðingar segja gagnslaus, þar sem þau séu ekki nægilega ströng. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag. Um er að ræða niðurstöður á álagsprófum um 100 e...
Nú er talið að fjárlagahalli Grikkja minnki um 40% á þessu ári og er þá miðað við þann árangur, sem náðst hefur á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Fjárlagahallinn á því tímabili nam 11,5 milljörðum evra en á sama tíma í fyrra um 19 milljörðum evra. Stefnt er að því að hann nemi um 8,1% af vergri landsframleiðslu í ár samanborið við 13,6% á síðasta ári.
EES-samningurinn heldur velli þótt horfið sé frá ESB-umsókn
Um árabil var því haldið fram meðal annars af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra, að EES-samningurinn dygði okkur Íslendingum ekki til samstarfs við Evrópusambandið. Hætta væri á því, að hann yrði svo rykfallinn í samningaskúffu framkvæmdastjórnar ESB, að hann fyndist ekki, ef og þegar á honum þyrfti að halda.
Heldur Össur að blaðamenn í Króatíu viti ekki neitt?
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er í heimsókn í Króatíu og skv.
ESB-kanóna frá Bifröst skýtur púðurskotum
Eiríkur Bergmann forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, sagði í morgunútvarpi rásar 2, 6. júlí: „Evrópusambandið hefur litið í gegnum fingur sér með þetta vandamál [þá skoðun Eiríks að Íslendingar hafi brotið EES-samninginn með neyðarlögunum haustið 2008, einfaldlega vegna þess a...
Baldur í leit að vestrænni samvinnu
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræðum við Háskóla Íslands, telur sig hafa fundið vestræna samvinnu. Það er gott. Hann hefur ekki verið umsvifamikill á þeim vettvangi á undanförnum árum og áratugum!