Föstudagurinn 27. apríl 2018

Fimmtudagurinn 8. júlí 2010

«
7. júlí

8. júlí 2010
»
9. júlí
Fréttir

Al-kaída tilræði afhjúpað í Noregi

Þrír karlar hafa verið handteknir grunaðir um að hafa undirbúið sprengjutilræði í Noregi, að sögn lög­reglunnar í Ósló.

Sjálfstæðis­flokkurinn setur afturköllun aðildarumsóknar í forgang

Sjálfstæðis­flokkurinn mundi setja í forgang, kæmist hann í ríkis­stjórn, að ESB-aðildarumsóknin yrði dregin til baka, segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis­flokksins í viðtali við Bændablaðið 8. júlí. Hann segir ekki hafa verið rætt um ríkis­stjórn flokks síns, Framsóknar­flokks og vinstri-græ...

Bætur vegna tafa á ferjum og farþegaskipum

Unnið er að því á vettvangi ESB að setja reglur um rétt farþega með ferjum og skipum til að verða boðið nýtt far eða fá farseðil sinn endurgreiddan, ef ferð er aflýst eða hún tefst í meira en 90 mínútur, auk 25% álags á farmiðaverðið. Útgerð ferju eða farþegaskips ber að greiða allt að 80 evrum í gistikostnað fyrir farþega, þurfi hann að gista nótt vegna seinkana.

ING-bankinn: Hvað gerist ef evran fellur?

Hollenzki ING-bankinn hefur búið til módel, sem á að sýna hvað muni gerast ef evran falli og einstök aðildarríki evru­svæðisins taki upp eigin gjaldmiðil á ný.

AGS: hagvöxtur meiri í ár en minni á næsta ári

Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn spáir því að hagvöxtur á heimsvísu verði heldur meiri en sjóðurinn hafði áður talið eða um 4,6% í stað 4,1%. Þessi aukni hagvöxturinn verði fyrst og fremst drifinn áfram af auknum hagvexti í Kína og Bandaríkjunum. Nú telur sjóðurinn að hagvöxtur í Kína verði um 10,5% en...

Leiðarar

Verður Össuri hleypt á ríkjasráð­stefnu í Brussel?

ESB-þingið samþykkti miðvikudaginn 7. júlí ályktun um, að gengið skyldi til aðlögunarviðræðna við Ísland og staðfesti þar með niðurstöðu leiðtogaráðs ESB frá 17. júní um sama efni. Í ræðu, sem Stefan Füle, stækkunar­stjóri ESB, flutti í þinginu sagði hann, að framkvæmda­stjórnin ynni nú hörðum höndum ...

Pistlar

Frekleg afskipti af íslenzkum innanríkismálum

Stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB segja, að framundan séu samninga­viðræður milli Íslands og Evrópu­sambandsins um aðild Íslands.

Í pottinum

Neyðaróp Evrópu­samtakanna gegn Bændablaðinu

Evrópu­samtökin, sem nefnd hafa verið heimatrúboð ESB-aðildarsinna, taka það óstinnt upp, að rætt sé við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðis­flokksins, í Bændablaðinu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS